Milljón Skódar í ár Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2014 15:24 Skoda Octavia er söluhæsti bíll fyrirtækisins. Gengi tékkneska bílaframleiðandans Skoda hefur verið ævintýri líkast á síðustu árum og Skoda fagnar nú þeim áfanga að selja milljónasta bílinn á þesu ári, en það hefur ekki gerst áður. Milljónasti bíllinn sem afhentur var glöðum eiganda var af gerðinni Skoda Estate vRS 2.0 TSI, sem er 220 hestafla skruggukerra af langbaksgerð. Skoda seldi 932.000 bíla í fyrra og í ár stefnir í 10% söluaukningu. Sala Skoda hefur vaxið um ríflega 30% frá árinu 2010. Skoda hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 2000 og sala fyrirtækisins hefur vaxið stórum skrefum síðan. Velta Skoda nam 1.600 milljörðum króna í fyrra. Hjá Skoda vinna nú 26.000 manns og verksmiðjur fyrirtæksisn eru í Tékklandi, Indlandi, Kína, Rússlandi og Slóvakíu. Skoda selur fjórða hvern bíl nú í Kína og söluaukning Skoda í Kína í nóvember var 47%. Skoda er eitt af eldri bílafyrirtækjum Evrópu og var stofnað árið 1895. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent
Gengi tékkneska bílaframleiðandans Skoda hefur verið ævintýri líkast á síðustu árum og Skoda fagnar nú þeim áfanga að selja milljónasta bílinn á þesu ári, en það hefur ekki gerst áður. Milljónasti bíllinn sem afhentur var glöðum eiganda var af gerðinni Skoda Estate vRS 2.0 TSI, sem er 220 hestafla skruggukerra af langbaksgerð. Skoda seldi 932.000 bíla í fyrra og í ár stefnir í 10% söluaukningu. Sala Skoda hefur vaxið um ríflega 30% frá árinu 2010. Skoda hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 2000 og sala fyrirtækisins hefur vaxið stórum skrefum síðan. Velta Skoda nam 1.600 milljörðum króna í fyrra. Hjá Skoda vinna nú 26.000 manns og verksmiðjur fyrirtæksisn eru í Tékklandi, Indlandi, Kína, Rússlandi og Slóvakíu. Skoda selur fjórða hvern bíl nú í Kína og söluaukning Skoda í Kína í nóvember var 47%. Skoda er eitt af eldri bílafyrirtækjum Evrópu og var stofnað árið 1895.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent