Innlent

Vonskuveður á Akureyri: Gámur fauk nokkra metra

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá björgunarsveitamenn að störfum á Akureyri í nótt.
Hér má sjá björgunarsveitamenn að störfum á Akureyri í nótt. Vísir/Sveinn
Mikið vonskuveður er nú á Akureyri. Um fimmtíu björgunarsveitarmenn eru nú að störfum við að aðstoða fólk og bjarga eignum.

Á meðfylgjandi myndum má sjá björgunarsveitarmenn að störfum í Drekagili en þar fór gámur á hliðina eftir að hann tók á sig vind. Hviðurnar voru svo sterkar að þær feyktu gáminum nokkra metra og var hann farinn að nálgast kyrrstæðan bíl þegar björgunarsveitarmenn bar að garði, að sögn sjónarvottar.

Björgunarsveitarmennirnir drógu gáminn í burtu.

Versta veðrið er nú í efri byggðum Akureyrar og er talið að veðrið eigi eftir að fara versandi fyrir norðan í nótt. Á myndbandinu hér að ofan má sjá hvernig veðurofsann fyrir norðan, rétt eftir miðnætti.

Veistu um fleiri mál sem komu upp vegna veðurs í þinni heimabyggð? Endilega sendu okkur póst á ritstjórn@visir.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×