Hingað og ekki lengra Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 13:43 Hrútar eru ákveðnar skepnur sem láta engan vaða yfir sig. Það fékk þessi ökumaður í Ástralíu að kynnast á dögunum. Hann ætlaði að komast leiðar sinnar eftir fáförnum malarvegi, en fyrir var þessi staðfasti hrútur sem hefur eignað sér veginn. Hann gerir sér ltið fyrir og ræðst að bílnum með stórgerðum hornum sínum. Sést hann stanga bílinn einum 6 sinnum og víst má vera að það hefur séð á bílnum eftir aðfarir hans. Ökumaðurinn er þó ekki á því að hrúturinn hafi sigur í þessum bardaga þó hann hörfi á bíl sínum til að koma í veg fyrir meira tjón. Myndskeiðið endar í þrátefli sem allsendis óvíst er hvernig endar, því hvorugur vill gefa sitt. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent
Hrútar eru ákveðnar skepnur sem láta engan vaða yfir sig. Það fékk þessi ökumaður í Ástralíu að kynnast á dögunum. Hann ætlaði að komast leiðar sinnar eftir fáförnum malarvegi, en fyrir var þessi staðfasti hrútur sem hefur eignað sér veginn. Hann gerir sér ltið fyrir og ræðst að bílnum með stórgerðum hornum sínum. Sést hann stanga bílinn einum 6 sinnum og víst má vera að það hefur séð á bílnum eftir aðfarir hans. Ökumaðurinn er þó ekki á því að hrúturinn hafi sigur í þessum bardaga þó hann hörfi á bíl sínum til að koma í veg fyrir meira tjón. Myndskeiðið endar í þrátefli sem allsendis óvíst er hvernig endar, því hvorugur vill gefa sitt.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent