Hvernig hræða á bílasölumenn Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 14:56 Listaökumaðurinn Jeff Gordon var fenginn af drykkjarvöruframleiðandanum Pepsi til að gera smá grikk á bílasölu einni í Bandaríkjunum. Hann var dulbúinn sem hver annar miðaldra klaufi sem ekkert þykist þekkja til aflmikilla bíla, hvað þá aka þeim. Bílasalinn býður honum að aka afar öflugum Chevrolet Camaro og í fyrstu virðist Jeff ekki kunna á honum nein tök, en svo breytist allt. Hann stígur bílinn í botn og þeytir honum gegnum hverja hindrunina á fætur annarri á listilegan hátt, en á meðan hræðir hann líftóruna úr bílasalanum, sem engist um í hræðsluöskrum. Ómæld skemmtun fyrir ökuþórinn en einhverra hluta vegna læðist sá grunur að, að þetta sé allt leikið, en þá vel leikið. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent
Listaökumaðurinn Jeff Gordon var fenginn af drykkjarvöruframleiðandanum Pepsi til að gera smá grikk á bílasölu einni í Bandaríkjunum. Hann var dulbúinn sem hver annar miðaldra klaufi sem ekkert þykist þekkja til aflmikilla bíla, hvað þá aka þeim. Bílasalinn býður honum að aka afar öflugum Chevrolet Camaro og í fyrstu virðist Jeff ekki kunna á honum nein tök, en svo breytist allt. Hann stígur bílinn í botn og þeytir honum gegnum hverja hindrunina á fætur annarri á listilegan hátt, en á meðan hræðir hann líftóruna úr bílasalanum, sem engist um í hræðsluöskrum. Ómæld skemmtun fyrir ökuþórinn en einhverra hluta vegna læðist sá grunur að, að þetta sé allt leikið, en þá vel leikið.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent