Brembo græðir á tá og fingri Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2014 09:03 Brembo bremsur eru í mörgum af betri og dýrari bílum sem framleiddir eru. Ítalski bremsuframleiðandinn Brembo gengur sem aldrei fyrr og skilaði 51% meiri hagnaði á þriðja ársfjórðungi en á þeim sama í fyrra. Hagnaðurinn nam tæpum 5 milljörðum króna og veltan 68 milljörðum. Sala Brembo stefnir í 14-15% vöxt á þessu ári. Brembo framleiðir vandaðri gerðir af bremsubúnaði fyrir marga af vönduðustu bílaframleiðendum heims, svo sem Ferrari, Aston Martin og Porsche, en einnig fyrir marga aðra framleiðendur sem framleiða bíla í meira magni og þá oftast í dýrari gerðir þeirra. Ágætt gengi Brembo má segja að sé í takt við ágæta bílasölu í heiminum um þessar mundir, ekki síst í sölu dýrari bíla. Brembo var stofnað árið 1961 og eru höfuðstöðvar þess í Bergamo á Ítalíu og starfsmenn hátt í 7.000. Framleiðslunúmer Brembo eru nú um 1.300 talsins. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent
Ítalski bremsuframleiðandinn Brembo gengur sem aldrei fyrr og skilaði 51% meiri hagnaði á þriðja ársfjórðungi en á þeim sama í fyrra. Hagnaðurinn nam tæpum 5 milljörðum króna og veltan 68 milljörðum. Sala Brembo stefnir í 14-15% vöxt á þessu ári. Brembo framleiðir vandaðri gerðir af bremsubúnaði fyrir marga af vönduðustu bílaframleiðendum heims, svo sem Ferrari, Aston Martin og Porsche, en einnig fyrir marga aðra framleiðendur sem framleiða bíla í meira magni og þá oftast í dýrari gerðir þeirra. Ágætt gengi Brembo má segja að sé í takt við ágæta bílasölu í heiminum um þessar mundir, ekki síst í sölu dýrari bíla. Brembo var stofnað árið 1961 og eru höfuðstöðvar þess í Bergamo á Ítalíu og starfsmenn hátt í 7.000. Framleiðslunúmer Brembo eru nú um 1.300 talsins.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent