Jólavættirnir Surtla og Sighvatur á vegg Safnahússins Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2014 11:21 Fjöldi fólks var samankominn í Safnahúsinu á Hverfisgötu í morgun þegar hulunni var svipt af nýjustu jólavættunum. Mynd/Höfuðborgarstofa Tvíburarnir Surtla og Sighvatur eru nýjustu jólavættir Reykvíkinga og munu ærslast á austurvegg Safnahússins gegnt Þjóðleikhúsinu næstu vikurnar. Surtla og Sighvatur bætast þar með í hóp jólavætta sem hafast við á húsveggjum víða um miðborgina og eru nú orðnar þrettán talsins. Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu segir að þetta sé fjórða árið í röð sem jólavættirnar vaka yfir miðborginni og séu þær óðum að festa sig í sessi sem ein af jólahefðum Reykvíkinga. „Fjöldi fólks var samankominn í Safnahúsinu á Hverfisgötu í morgun þegar hulunni var svipt af nýjustu jólavættunum. Tvíburar á öllum aldri voru sérstaklega boðnir að vera við afhjúpunina ásamt leikskólabörnum frá Lindarborg og Njálsborg. Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, sagði frá helstu jólaviðburðunum í miðborginni og svo kynnti Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, nýju jólavættina. Jólavætturin Leiðindaskjóða mætti óvænt og truflaði dagskrá en bætti svo fyrir það með því að syngja með krökkunum. Síðan fór allur hópurinn út í myrkið og fylgdist með þegar tvíburarnir birtust á veggnum. Surtla og Sighvatur eru tvíburar og yngstu börn Grýlu. Þau eru augasteinar jólasveinanna sem æfa sig allt árið í að gleðja þau og gefa þeim í skóinn. Þau geta því verið ansi heimtufrek og óstýrilát — og eiginlega bara óþolandi, einkum fyrir jólin. En sem betur fer eru þau næstum alltaf sofandi. Aðrar jólavættir eru Grýla, Leppalúði, Jólakötturinn, Rauðhöfði, Leiðindaskjóða, Stekkjastaur, Hurðaskellir, Gluggagægir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir og Stúfur. Leitin að jólavættunum er skemmtilegur fjölskylduleikur sem snýst um að finna fimm vættir og skrifa svar sem stendur á skilti hjá þeim á svarseðil sem er svo skilað í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti 2 eða í pósti fyrir 19. desember n.k. Hægt er að skoða allar jólavættirnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Gunnar Karlsson, myndlistarmaður, á heiðurinn að útliti jólavættanna en þær byggja á hugmynd Hafsteins Júlíussonar um að tengja íslenska sagnahefð við Jólaborgina Reykjavík. Jólavættirnar gegna lykilhlutverki í að kynna sérstöðu Reykjavíkur sem jólaborgar fyrir innlendum og erlendum gestum. Stöðugt fleiri erlendir ferðamenn koma til Reykjavíkur í desember og hefur bandaríski fjölmiðillinn CNN tvisvar útnefnt Reykjavík sem eina af þremur eftirsóknaverðustu jólaborgum heims. Jólavættunum er ætlað að skapa áhrifaríka og skemmtilega jólaupplifun í borginni og heldur Höfuðborgarstofa utan um verkefnið,“ segir í tilkynningunni.Mynd/HöfuðborgarstofaMynd/HöfuðborgarstofaMynd/Höfuðborgarstofa Jólafréttir Mest lesið Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Á jólunum er gleði og gaman Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólablóm með góðum ilmi Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól
Tvíburarnir Surtla og Sighvatur eru nýjustu jólavættir Reykvíkinga og munu ærslast á austurvegg Safnahússins gegnt Þjóðleikhúsinu næstu vikurnar. Surtla og Sighvatur bætast þar með í hóp jólavætta sem hafast við á húsveggjum víða um miðborgina og eru nú orðnar þrettán talsins. Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu segir að þetta sé fjórða árið í röð sem jólavættirnar vaka yfir miðborginni og séu þær óðum að festa sig í sessi sem ein af jólahefðum Reykvíkinga. „Fjöldi fólks var samankominn í Safnahúsinu á Hverfisgötu í morgun þegar hulunni var svipt af nýjustu jólavættunum. Tvíburar á öllum aldri voru sérstaklega boðnir að vera við afhjúpunina ásamt leikskólabörnum frá Lindarborg og Njálsborg. Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, sagði frá helstu jólaviðburðunum í miðborginni og svo kynnti Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, nýju jólavættina. Jólavætturin Leiðindaskjóða mætti óvænt og truflaði dagskrá en bætti svo fyrir það með því að syngja með krökkunum. Síðan fór allur hópurinn út í myrkið og fylgdist með þegar tvíburarnir birtust á veggnum. Surtla og Sighvatur eru tvíburar og yngstu börn Grýlu. Þau eru augasteinar jólasveinanna sem æfa sig allt árið í að gleðja þau og gefa þeim í skóinn. Þau geta því verið ansi heimtufrek og óstýrilát — og eiginlega bara óþolandi, einkum fyrir jólin. En sem betur fer eru þau næstum alltaf sofandi. Aðrar jólavættir eru Grýla, Leppalúði, Jólakötturinn, Rauðhöfði, Leiðindaskjóða, Stekkjastaur, Hurðaskellir, Gluggagægir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir og Stúfur. Leitin að jólavættunum er skemmtilegur fjölskylduleikur sem snýst um að finna fimm vættir og skrifa svar sem stendur á skilti hjá þeim á svarseðil sem er svo skilað í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti 2 eða í pósti fyrir 19. desember n.k. Hægt er að skoða allar jólavættirnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Gunnar Karlsson, myndlistarmaður, á heiðurinn að útliti jólavættanna en þær byggja á hugmynd Hafsteins Júlíussonar um að tengja íslenska sagnahefð við Jólaborgina Reykjavík. Jólavættirnar gegna lykilhlutverki í að kynna sérstöðu Reykjavíkur sem jólaborgar fyrir innlendum og erlendum gestum. Stöðugt fleiri erlendir ferðamenn koma til Reykjavíkur í desember og hefur bandaríski fjölmiðillinn CNN tvisvar útnefnt Reykjavík sem eina af þremur eftirsóknaverðustu jólaborgum heims. Jólavættunum er ætlað að skapa áhrifaríka og skemmtilega jólaupplifun í borginni og heldur Höfuðborgarstofa utan um verkefnið,“ segir í tilkynningunni.Mynd/HöfuðborgarstofaMynd/HöfuðborgarstofaMynd/Höfuðborgarstofa
Jólafréttir Mest lesið Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Á jólunum er gleði og gaman Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólablóm með góðum ilmi Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól