Ford F-150 tvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2014 14:00 Ford F-150 pallbíllinn. Mest seldi bíll í Bandaríkjunum fer nú í gegnum mikið þróunarferli. Ekki er nóg með að hann er nú smíðaður að mestu úr áli heldur stendur til hjá Ford að bjóða hann í tvinnútfærslu, eða Hybrid. Fyrst fréttist reyndar af þessum hugmyndum Ford í fyrra, en nú hefur verið staðfest að þar á bæ er unnið ötullega að þróun hans. Í fyrra var haft eftir Ford að fyrirtækið hyggðist bjóða Hybrid útfærslur af pallbílum og jeppum sínum árið 2020, en margt bendir til þess að það geti orðið mun fyrr. Bandarískir bílaframleiðendur hafa reyndar áður boðið Hybrid pallbíl, en General Motors bauð Chevrolet Silverado og GMC Sierra þannig búna, auk þess sem jepparnir Tahoe, Yukon og Cadillac Escalade frá GM voru einnig í boði sem tvinnbílar. General Motors hefur hætt sölu þessara bíla vegna dræmar sölu og hyggur ekki á frekari þróun þeirra í bili. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent
Mest seldi bíll í Bandaríkjunum fer nú í gegnum mikið þróunarferli. Ekki er nóg með að hann er nú smíðaður að mestu úr áli heldur stendur til hjá Ford að bjóða hann í tvinnútfærslu, eða Hybrid. Fyrst fréttist reyndar af þessum hugmyndum Ford í fyrra, en nú hefur verið staðfest að þar á bæ er unnið ötullega að þróun hans. Í fyrra var haft eftir Ford að fyrirtækið hyggðist bjóða Hybrid útfærslur af pallbílum og jeppum sínum árið 2020, en margt bendir til þess að það geti orðið mun fyrr. Bandarískir bílaframleiðendur hafa reyndar áður boðið Hybrid pallbíl, en General Motors bauð Chevrolet Silverado og GMC Sierra þannig búna, auk þess sem jepparnir Tahoe, Yukon og Cadillac Escalade frá GM voru einnig í boði sem tvinnbílar. General Motors hefur hætt sölu þessara bíla vegna dræmar sölu og hyggur ekki á frekari þróun þeirra í bili.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent