Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í tíunda sæti í 200 m baksundi og komst ekki áfram í úrslitasundið í greininni á HM í 25 m laug sem nú fer fram í Doha í Katar.
Eygló Ósk kom í mark á 2:04,97 mínútum og var 0,19 sekúndum frá Íslandsmeti sínu í greininni.
Engin undanúrslit eru í 200 m baksundi á HM en öllu jöfnu komast sextán bestu keppendur undanrásanna í undanúrslit. Aðeins átta bestu komust í morgun áfram í úrslitasundið.
Eygló Ósk hefði þurft að bæta Íslandsmet sitt í greininni um tæpa sekúndu til að komast áfram í úrslitin.
Eygló komst ekki áfram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn