Ljósin á jólatrénu á Austurvelli voru tendruð klukkan fjögur í dag við hátíðlega athöfn. Hefð er fyrir því að aðventan hefjist með formlegum hætti með tendrun jólaljósanna en fresta þurfti athöfninni í síðustu viku vegna veðurs.
Jólatréð var upphaflega fengið frá Osló samkvæmt venju en það brotnaði í óveðrinu í síðustu viku svo sækja þurfti nýtt í Heiðmörk.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og náði þessum glæsilegu myndum.
