Koenigsegg ætlar sér metið á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2014 10:36 Koenigsegg One:1 ofurbíllinn er 1.341 hestöfl. Fá montmetin í bílaheiminum eru eftirsóknarverðari en brautarmetin á Nürburgring akstursbrautinni þýsku. Eins og er á Porsche 918 Spyder hraðametið á þessari braut, eða 6 mínútur og 57 sekúndur og McLaren segist einnig hafa náð undir 7 mínútum á P1 bíl sínum, en vill ekki staðfesta nákvæman tíma. Svo viss er Svíinn Christian von Koenigsegg um að hann geti bætt þessa tíma að hann ætlar ekki að gera það eini sinni, heldur tvisvar. Til þess ætlar hann að nota tvo af ofurbílum sínum. Fyrst ætlar hann að þeysa Koenigsegg Agera R um brautina og setja nýtt met. Agera R er léttari og aflmeiri bíll en Porsche 918 Spyder. Þegar metinu er náð hyggst Koenigsegg síðan mæta með One:1 bíl sinn og rústa metinu aftur. Koenigsegg á vona á að sá bíll muni ná brautartíma kringum 6:40. One:1 er 1.341 hestöfl og hann vegur 1.341 kíló og skýrir það út nafnið á bílnum. Forvitnilegt verður að sjá hvort Koenigsegg stendur við stóru orðinPorsche 918 Spyder á núgildandi brautarmet á Nürburgring brautinni. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent
Fá montmetin í bílaheiminum eru eftirsóknarverðari en brautarmetin á Nürburgring akstursbrautinni þýsku. Eins og er á Porsche 918 Spyder hraðametið á þessari braut, eða 6 mínútur og 57 sekúndur og McLaren segist einnig hafa náð undir 7 mínútum á P1 bíl sínum, en vill ekki staðfesta nákvæman tíma. Svo viss er Svíinn Christian von Koenigsegg um að hann geti bætt þessa tíma að hann ætlar ekki að gera það eini sinni, heldur tvisvar. Til þess ætlar hann að nota tvo af ofurbílum sínum. Fyrst ætlar hann að þeysa Koenigsegg Agera R um brautina og setja nýtt met. Agera R er léttari og aflmeiri bíll en Porsche 918 Spyder. Þegar metinu er náð hyggst Koenigsegg síðan mæta með One:1 bíl sinn og rústa metinu aftur. Koenigsegg á vona á að sá bíll muni ná brautartíma kringum 6:40. One:1 er 1.341 hestöfl og hann vegur 1.341 kíló og skýrir það út nafnið á bílnum. Forvitnilegt verður að sjá hvort Koenigsegg stendur við stóru orðinPorsche 918 Spyder á núgildandi brautarmet á Nürburgring brautinni.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent