Innlent

Hellisheiðin hefur verið opnuð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margir lentu í vandræðum vegna veðurs og ófærðar en Hellisheiði var lokað um miðjan dag í gær.
Margir lentu í vandræðum vegna veðurs og ófærðar en Hellisheiði var lokað um miðjan dag í gær.
Nú er búið að opna veginn um Hellisheiði. Á heiðinni er hálka annars er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Suðurlandi. Ófært er á Krísuvíkurvegi en flughált á Villingaholtsvegi, Gaulverjabæjarvegi og Þykkvabæjarvegi.

Varað er við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum um kl. 14-15 og standa mun fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. 

Veðrið mun lagast um tíma snemma í kvöld, en upp úr klukkan níu verður aftur N og NA 20-25 metrar á sekúndu á Vestfjarðakjálkanum og eins við Breiðafjörð með stórhríðarveðri og sama sem engu skyggni.



Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en þæfingsfærð á Skarðsströnd. Hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð er á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er á Klettshálsi, Mikladal og Hálfdán og einnig í Ísafjarðardjúpi en snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum.

Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja en þungfært er á Dettifossvegi. Skafrenningur er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

Hálka eða hálkublettir eru víða á Austurlandi en þæfingsfærð á Öxi. Hálka eða hálkublettir eru einnig með suðausturströndinni en þó er greiðfært frá Álftafirði að Kvískerjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×