Að renna blóðið til skyldunnar Stjórnarmaðurinn skrifar 10. desember 2014 09:00 Slitastjórn Glitnis fagnaði nýverið sex ára afmæli sínu. Slitastjórnirnar áttu aðeins að vera starfandi til skamms tíma; nógu lengi til að ráðrúm næðist til að ná nauðungasamningum við kröfuhafa gömlu bankanna. Sex ár eru meira en flestir óskuðu sér. Samkvæmt síðasta árshlutareikningi Glitnis eru 653 milljarðar af 961 milljarðs eignum félagsins peningar eða skammtímafjármunir. Með öðrum orðum, 70% af eignasafni bankans hefur verið komið í verð. Líklegt má teljast að bestu bitarnir séu farnir og að langan tíma muni taka að klára þau 30% sem eftir standa. Skortur á gagnsæi um eignasafn og framtíðaráform bankans rennir ekki stoðum undir þær fullyrðingar Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis, að slitastjórnin sé á lokasprettinum. Stjórnarmaðurinn hefur áður kvartað yfir sjálfskipuðu hlutverki slitastjórnanna sem langtímafjárfesta og fagnar því tilraunum Heiðars Más Guðjónssonar til að reynt sé flýta ferlinu með beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Glitni í síðustu viku. Heiðari er farið að leiðast þófið og vill að bankinn verði gerður upp í eitt skipti fyrir öll. Þar með yrði stigið skref í átt að eðlilegra rekstrar- og viðskiptaumhverfis á Íslandi. Heiðari virðist renna blóðið til skyldunnar. Heiðar Már er útsjónarsamur fjárfestir með ýmis járn í eldinum hérlendis. Hvort gjaldþrotaskiptabeiðnin sé eingöngu sett fram til að flýta uppgjöri Glitnis, eða hvort um upphafsleik í lengri skák sé að ræða, er ekki auðvelt að segja. Óljóst er hvort hagsmunir Heiðars séu í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli. Aftur á móti er ljóst að hagsmunir þjóðarinnar stangast á við hagsmuni slitastjórnanna með beinum hætti. Slitastjórnirnar, stjórnendur þeirra, starfsfólk og fjöldi ráðgjafa eru í áskrift að háum þóknunum og hafa því beina fjárhagslega hagsmuni af því að draga uppgjörin á langinn. Slitastjórnunum er ekki treystandi til að slátra eigin mjólkurkúm. Fyrir þeim sem eru virkir í efasemdum gæti fléttan horft aðeins öðruvísi við. Krafa Heiðars hljóðar upp á rúmlega 3,1 milljón króna. Óhætt er að fullyrða að Heiðar hafi ekki greitt fullt verð fyrir kröfuna og áætlar Stjórnarmaðurinn að hún hafi ekki kostað meira en 1,5 milljónir króna. Fyrir þá upphæð hefur Heiðar fengið umtalsverða umfjöllun í öllum fjölmiðlum landsins og rennt frekari stoðum undir þá staðalímynd að Heiðar Már sé einmitt útsjónarsamur fjárfestir. Tvær flugur í einu höggi. Ekki amaleg viðskipti það.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Sjá meira
Slitastjórn Glitnis fagnaði nýverið sex ára afmæli sínu. Slitastjórnirnar áttu aðeins að vera starfandi til skamms tíma; nógu lengi til að ráðrúm næðist til að ná nauðungasamningum við kröfuhafa gömlu bankanna. Sex ár eru meira en flestir óskuðu sér. Samkvæmt síðasta árshlutareikningi Glitnis eru 653 milljarðar af 961 milljarðs eignum félagsins peningar eða skammtímafjármunir. Með öðrum orðum, 70% af eignasafni bankans hefur verið komið í verð. Líklegt má teljast að bestu bitarnir séu farnir og að langan tíma muni taka að klára þau 30% sem eftir standa. Skortur á gagnsæi um eignasafn og framtíðaráform bankans rennir ekki stoðum undir þær fullyrðingar Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis, að slitastjórnin sé á lokasprettinum. Stjórnarmaðurinn hefur áður kvartað yfir sjálfskipuðu hlutverki slitastjórnanna sem langtímafjárfesta og fagnar því tilraunum Heiðars Más Guðjónssonar til að reynt sé flýta ferlinu með beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Glitni í síðustu viku. Heiðari er farið að leiðast þófið og vill að bankinn verði gerður upp í eitt skipti fyrir öll. Þar með yrði stigið skref í átt að eðlilegra rekstrar- og viðskiptaumhverfis á Íslandi. Heiðari virðist renna blóðið til skyldunnar. Heiðar Már er útsjónarsamur fjárfestir með ýmis járn í eldinum hérlendis. Hvort gjaldþrotaskiptabeiðnin sé eingöngu sett fram til að flýta uppgjöri Glitnis, eða hvort um upphafsleik í lengri skák sé að ræða, er ekki auðvelt að segja. Óljóst er hvort hagsmunir Heiðars séu í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli. Aftur á móti er ljóst að hagsmunir þjóðarinnar stangast á við hagsmuni slitastjórnanna með beinum hætti. Slitastjórnirnar, stjórnendur þeirra, starfsfólk og fjöldi ráðgjafa eru í áskrift að háum þóknunum og hafa því beina fjárhagslega hagsmuni af því að draga uppgjörin á langinn. Slitastjórnunum er ekki treystandi til að slátra eigin mjólkurkúm. Fyrir þeim sem eru virkir í efasemdum gæti fléttan horft aðeins öðruvísi við. Krafa Heiðars hljóðar upp á rúmlega 3,1 milljón króna. Óhætt er að fullyrða að Heiðar hafi ekki greitt fullt verð fyrir kröfuna og áætlar Stjórnarmaðurinn að hún hafi ekki kostað meira en 1,5 milljónir króna. Fyrir þá upphæð hefur Heiðar fengið umtalsverða umfjöllun í öllum fjölmiðlum landsins og rennt frekari stoðum undir þá staðalímynd að Heiðar Már sé einmitt útsjónarsamur fjárfestir. Tvær flugur í einu höggi. Ekki amaleg viðskipti það.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Sjá meira