Innlent

Fimmtíu og eins metra vindhviða mældist á Keflavíkurflugvelli

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Mikið hvassviðri er á landinu og það á eftir að versna að sögn veðurfræðings.
Mikið hvassviðri er á landinu og það á eftir að versna að sögn veðurfræðings.
Uppfært klukkan 21:50:

Veðurstofan hafði samband og mistök voru gerð við lestur vindmælinga þegar blaðamaður Vísis hafði samband. Mestu hviðurnar sem mældust við Keflavíkurflugvöll voru 38 metrar á sekúndur. Beðist er velvirðingar á þessu.

Mikið hvassviðri gengur mun ganga yfir landið næsta tæpa sólarhringinn eða svo. Veðurofsinn er nú byrjaður að láta á sér kræla aftur á suðvesturhorninu eftir það lygndi stuttlega fyrr í kvöld.

Mestu vindhviður sem mælst hafa á landinu nú seinni part dags eru á Stórhöfða og á Keflavíkurflugvelli. Á Stórhöfða mældist ein hviðan 55 metrar á sekúndu og á Keflavíkurflugvelli mældist hviða upp á 51 metra á sekúndu.

„Þetta er svona allt á áætlun, ef svo má segja,“ segir Elín Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við Vísi. „Þetta mun versna enn frá því sem er núna og nær hámarki á suðvesturhorninu eftir svona klukkustund [Þetta sagði Elín klukkan 19:45]. Síðan gengur veðrið yfir landið og þegar það er að ganga niður fyrir sunnan verður farið að hvessa mikið á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Það má reikna með að það verði hvasst fyrir norðan alveg fram yfir hádegi á morgun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×