Innlent

Erlendur ferðamaður aldrei upplifað annað eins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er blautt og hvasst í miðbænum í kvöld.
Það er blautt og hvasst í miðbænum í kvöld. Vísir/Kolbeinn Tumi
„Ég átti nú frekar von á snjó en þessu,“ sagði einn þriggja ferðamanna sem blaðamaður rakst á í Austurstræti á tíunda tímanum. Óhætt er að segja að veðrið hafi verið skelfilegt og áttu ferðamennirnir fullt í fangi með að standa af sér rokið.

Þríeykið var nýkomið af Bæjarins bestu og var að troða ofan í sig síðustu pylsubitunum sem voru orðnir heldur volgir og jafnvel kaldir.

„They're not hot dogs any more, they're cold dogs,“ sögðu þau og hlógu.

Afar fáir voru á ferli í Austurstræti í kvöld.Vísir/Kolbeinn Tumi
Þrátt fyrir veðrið og vera orðin rennandi blaut báru þau sig vel.

„Þetta er fínt,“ sagði strákurinn en vinkona hans bætti við að nú væru þau á leiðinni upp á hótel.

Þriðja vinkonan, sem var frá Hong Kong og hafði nýkynnst hinum tveimur, sagðist aldrei hafa kynnst öðru eins.

„Aldrei nokkurn tímann. Þetta er spennandi,“ sagði hún en bætti svo við: „Þetta er samt sárt!“ 

Viðtalið við þríeykið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Þakplötur fuku á bíl á ferð við Álftamýri

Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að rýma bílastæði í grenndinni til þess að forða frekara tjóni. Það er of hvasst á þaki hússins til þess að hægt sé að festa plöturnar niður þar og verður það gert þegar fer að lægja.

Jólatré í miklu basli

Jólatréð við Miklubraut nærri Elliðarárnum er farið að halla verulega og stjarnan er fallinn af toppi Óslóartrésins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×