Á vefmyndavélinni sást, áður en hún datt út, enn í hraunána sem rennur til austurs frá gosstöðvunum. Einnig mátti greina örlítið ljós frá gosinu sjálfu. Hinsvegar var myndin sem vélin sendi frá sér á fleygiferð og hristist mikið í óveðrinu.
Míla er með tvær myndavélar á hálendinu sem gefa heimsbyggðinni myndir af eldgosinu í holurhrauni, sú sem fjær er eldgosinu er heldur stöðugri en sú sem nær er.
Vefmyndavélin sendir út hér.