Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 23-24 | Mosfellingar með frábæran endasprett Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 20. nóvember 2014 14:02 Vísir/Vilhelm Afturelding sótti tvö stig út í Eyjar í kvöld í 12. umferð Olís-deildar karla í handbolta en Mosfellingar unnu þá eins marks endurkomusigur á Íslandsmeisturum ÍBV, 24-23. Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna endakafla leiksins 11-6 eftir að hafa lent fjórum mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks. Heimamenn voru betri nánast allan leikinn en Mosfellingar náðu með ótrúlegum kafla í síðari hálfleik að innbyrða stigin. Fyrir leikinn var ljóst að Pétur Júníusson myndi ekki taka þátt hjá Aftureldingu en að sama skapi var ljóst að Sindri Haraldsson myndi taka einhvern þátt í leiknum. Sindri hefur verið að glíma við slæm meiðsli en hann stóð sig gríðarlega vel þann tíma sem hann var inni á vellinum. Fjarvera Péturs hafði slæm áhrif á lið Aftureldingar í upphafi leiks en undir lokin var búið að kippa því í lag. Bæði lið ætluðu að keyra upp tempó-ið í leiknum og beittu hröðum sóknum. Sindri Haraldsson var geymdur á bekk Eyjamanna stóran hluta fyrri hálfleiks en hann er augljóslega ekki orðinn heill heilsu. Í upphafi leiks komu mörk Aftureldingar úr öllum áttum en þeim tókst oftar en ekki að finna besta mögulega færið. Vel gekk einnig hjá Eyjamönnum að búa sér til færi en þeir fengu óteljandi sénsa innan við punktalínu. Í fyrri hálfleik var jafnt á öllum tölum en það var augljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt fyrir sigur í þessum leik. Kolbeinn Aron Arnarson átti góðan leik í marki Eyjamanna en markvarslan í síðasta leik Eyjamanna var hræðileg. Kolbeinn varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast. Davíð Svansson náði sér ekki á strik í marki gestanna en vörn Aftureldingar framan af var alls ekki góð. Hann varði þó 13 skot og tók mjög mikilvæga bolta undir lokin. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleik mjög vel en þá hafði myndast gríðarleg stemning í húsinu sem átti eftir að haldast allt til leiksloka. Hvítu Riddararnir léku á alls oddi á áhorfendabekkjunum. Gestunum tókst að saxa jafnt og þétt á forskotið og jöfnuðu leikinn þegar tíu mínútur voru eftir. Þá byrjaði vörn Aftureldingar að minna á sig og fækkaði færum Eyjamanna gríðarlega. Þegar tvær mínútur voru eftir komust gestirnir tveimur mörkum yfir í annað skiptið í leiknum. Það var of mikið fyrir Eyjamenn sem nýttu ekki sénsana sína undir lokin og því fór sem fór.Gunnar Magnússon: Eigum að vinna með svona markvörslu „Hrikalega svekkjandi, við köstuðum þessu frá okkur. Við höfðum frumkvæðið nánast allan leikinn og erum algjörir klaufar í lokin,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, en hann var augljóslega svekktur eftir sárt tap gegn nýliðum Aftureldingar í kvöld. „Við fáum dæmda á okkur ódýra tæknifeila á síðustu tíu mínútunum og svo fáum við hrikalega ódýrar tvær mínútur þegar við erum að vinna boltann. Við fáum síðan tvo sénsa til að jafna og auðvitað hefðum við viljað fá betra færi í lokin og nýta þetta betur.“ „Kolli var mjög flottur, þetta er annar leikurinn af seinustu þremur þar sem hann hefur verið frábær. Við eigum að vinna með svona markvörslu, heilt yfir verð ég bara að segja að við spiluðum vel. Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sýndu mikið af góðum köflum í leiknum. Eyjamenn hafa því tapað þremur leikjum í röð gegn FH, ÍR og Aftureldingu. „Það verður ekkert mál að undirbúa menn, við munum berjast áfram og læra af þessu og komum sterkari til baka.“Einar Andri: Stórt hjarta í liðinu „Ég er rosalega sáttur við sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að við vorum í miklum erfiðleikum stóran hluta leiksins og fannst við ekki ná okkur almennilega á strik fyrr en síðustu fimmtán mínúturnar,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar, eftir góðan sigur á erfiðum útivelli. „Það var stórt hjarta í liðinu sem að kláraði þetta í lokin. Við vorum eiginlega búnir að missa þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks og við náum einhvern veginn að klóra okkur inn í hann og klára þetta með einhverri hörku.“ Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum voru Eyjamenn 19-16 yfir og staðan ekki björt fyrir gestina. „Það var erfitt að átta sig á því, við vorum ekki líklegir. Mig minnir að Örn Ingi hafi komist inn í sendingu þegar þeir voru einum fleiri og upp úr því fáum við hraðaupphlaup, mér fannst það snúa leiknum.“ „Við erum að bara að safna stigum, við erum nýliðar og viljum ekki þenja okkur upp of mikið. Það eru fjórir leikir eftir fram að áramótum og ef við höldum vel á spöðunum og skilum inn nokkrum stigum getum við farið að leyfa okkur að hugsa um efri hlutann,“ sagði Einar Andri en hann virkaði virkilega hógvær og vildi helst ekki byggja upp of miklar væntingar. Olís-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Afturelding sótti tvö stig út í Eyjar í kvöld í 12. umferð Olís-deildar karla í handbolta en Mosfellingar unnu þá eins marks endurkomusigur á Íslandsmeisturum ÍBV, 24-23. Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna endakafla leiksins 11-6 eftir að hafa lent fjórum mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks. Heimamenn voru betri nánast allan leikinn en Mosfellingar náðu með ótrúlegum kafla í síðari hálfleik að innbyrða stigin. Fyrir leikinn var ljóst að Pétur Júníusson myndi ekki taka þátt hjá Aftureldingu en að sama skapi var ljóst að Sindri Haraldsson myndi taka einhvern þátt í leiknum. Sindri hefur verið að glíma við slæm meiðsli en hann stóð sig gríðarlega vel þann tíma sem hann var inni á vellinum. Fjarvera Péturs hafði slæm áhrif á lið Aftureldingar í upphafi leiks en undir lokin var búið að kippa því í lag. Bæði lið ætluðu að keyra upp tempó-ið í leiknum og beittu hröðum sóknum. Sindri Haraldsson var geymdur á bekk Eyjamanna stóran hluta fyrri hálfleiks en hann er augljóslega ekki orðinn heill heilsu. Í upphafi leiks komu mörk Aftureldingar úr öllum áttum en þeim tókst oftar en ekki að finna besta mögulega færið. Vel gekk einnig hjá Eyjamönnum að búa sér til færi en þeir fengu óteljandi sénsa innan við punktalínu. Í fyrri hálfleik var jafnt á öllum tölum en það var augljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt fyrir sigur í þessum leik. Kolbeinn Aron Arnarson átti góðan leik í marki Eyjamanna en markvarslan í síðasta leik Eyjamanna var hræðileg. Kolbeinn varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast. Davíð Svansson náði sér ekki á strik í marki gestanna en vörn Aftureldingar framan af var alls ekki góð. Hann varði þó 13 skot og tók mjög mikilvæga bolta undir lokin. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleik mjög vel en þá hafði myndast gríðarleg stemning í húsinu sem átti eftir að haldast allt til leiksloka. Hvítu Riddararnir léku á alls oddi á áhorfendabekkjunum. Gestunum tókst að saxa jafnt og þétt á forskotið og jöfnuðu leikinn þegar tíu mínútur voru eftir. Þá byrjaði vörn Aftureldingar að minna á sig og fækkaði færum Eyjamanna gríðarlega. Þegar tvær mínútur voru eftir komust gestirnir tveimur mörkum yfir í annað skiptið í leiknum. Það var of mikið fyrir Eyjamenn sem nýttu ekki sénsana sína undir lokin og því fór sem fór.Gunnar Magnússon: Eigum að vinna með svona markvörslu „Hrikalega svekkjandi, við köstuðum þessu frá okkur. Við höfðum frumkvæðið nánast allan leikinn og erum algjörir klaufar í lokin,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, en hann var augljóslega svekktur eftir sárt tap gegn nýliðum Aftureldingar í kvöld. „Við fáum dæmda á okkur ódýra tæknifeila á síðustu tíu mínútunum og svo fáum við hrikalega ódýrar tvær mínútur þegar við erum að vinna boltann. Við fáum síðan tvo sénsa til að jafna og auðvitað hefðum við viljað fá betra færi í lokin og nýta þetta betur.“ „Kolli var mjög flottur, þetta er annar leikurinn af seinustu þremur þar sem hann hefur verið frábær. Við eigum að vinna með svona markvörslu, heilt yfir verð ég bara að segja að við spiluðum vel. Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sýndu mikið af góðum köflum í leiknum. Eyjamenn hafa því tapað þremur leikjum í röð gegn FH, ÍR og Aftureldingu. „Það verður ekkert mál að undirbúa menn, við munum berjast áfram og læra af þessu og komum sterkari til baka.“Einar Andri: Stórt hjarta í liðinu „Ég er rosalega sáttur við sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að við vorum í miklum erfiðleikum stóran hluta leiksins og fannst við ekki ná okkur almennilega á strik fyrr en síðustu fimmtán mínúturnar,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar, eftir góðan sigur á erfiðum útivelli. „Það var stórt hjarta í liðinu sem að kláraði þetta í lokin. Við vorum eiginlega búnir að missa þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks og við náum einhvern veginn að klóra okkur inn í hann og klára þetta með einhverri hörku.“ Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum voru Eyjamenn 19-16 yfir og staðan ekki björt fyrir gestina. „Það var erfitt að átta sig á því, við vorum ekki líklegir. Mig minnir að Örn Ingi hafi komist inn í sendingu þegar þeir voru einum fleiri og upp úr því fáum við hraðaupphlaup, mér fannst það snúa leiknum.“ „Við erum að bara að safna stigum, við erum nýliðar og viljum ekki þenja okkur upp of mikið. Það eru fjórir leikir eftir fram að áramótum og ef við höldum vel á spöðunum og skilum inn nokkrum stigum getum við farið að leyfa okkur að hugsa um efri hlutann,“ sagði Einar Andri en hann virkaði virkilega hógvær og vildi helst ekki byggja upp of miklar væntingar.
Olís-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira