Umfjöllun og viðtöl. Stjarnan - Akureyri 24-24 | Stjarnan fyrst til að taka stig af Atla Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 22. nóvember 2014 00:01 Stjarnan og Akureyri skildu jöfn, 24-24, í Olís-deild karla í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og Norðanmenn áttu fá svör við framliggjandi vörn heimamanna. Í sókninni var Egill Magnússon öflugur, en þessi efnilega skytta skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, flest með þrumuskotum. Egill skoraði alls níu mörk í leiknum og markahæstur í liði Stjörnunnar. Stjarnan komst í þrígang fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik, en Akureyri neitaði að gefast upp. Staðan var 10-6 þegar tólf mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir skoruðu þá fimm mörk gegn tveimur og voru aðeins einu marki undir í hálfleik, 12-11. Akureyringar voru fámennir í dag, með aðeins níu leikfæra útileikmenn. Atli Hilmarsson þurfti grafa djúpt ofan í fræðin og hann bauð upp á ýmsar útfærslur í sóknarleiknum. Akureyri spilaði t.a.m. á kafla með tvo línumenn og svo með þrjá örvhenta leikmenn inn á í einu. Tomas Olason hélt einnig uppteknum hætti frá síðustu leikjum og varði vel í leiknum. Hann endaði með 20 bolta varða, en kollegar hans í marki Stjörnunnar vörðu 14 skot. Framan af seinni hálfleik höfðu Stjörnumenn 1-2 marka forystu, en í stöðunni 17-15 breyttist leikurinn. Akureyri skoraði fjögur mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir, 17-19. Stjörnusóknin var hálf lömuð á þessum kafla og Akureyringar náðu mest þriggja marka forystu, 19-22, þegar Elías Már Halldórsson skoraði sitt fjórða mark í leiknum. Stjörnumenn sýndu hins vegar styrk á lokakafla leiksins og náðu að jafna í 23-23. Elías kom gestunum aftur yfir á lokamínútunni, en Ari Pétursson jafnaði jafnharðan fyrir Stjörnuna. Akureyri fékk svo tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir blálokin, en skot Kristjáns Orra Jóhannsson fór í varnarvegg Stjörnunnar sem taldi aðeins þrjá menn. Lokatölur 24-24 í miklum spennuleik. Stjarnan er enn í 8. sæti Olís-deildarinnar, nú með átta stig, fjórum stigum meira en HK og Fram sem verma botnsætin tvö. Akureyri er í 5. sæti með 13 stig, en liðið hefur ekki tapað leik síðan Atli tók við þjálfun þess. Skúli: Spiluðum frábæra vörn á köflum„Þetta var hörkuleikur og varnirnar voru flottar. Við spiluðum frábæra vörn á köflum og mér fannst við vera betri aðilinn og á góðum degi hefðum við klárað þetta. „En sóknin brást okkur aðeins í seinni hálfleik og við komum okkur í óþarflega erfiða stöðu sem við reyndar unnum okkur út úr,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið gegn Akureyri í TM-höllinni í dag. Hann var þó sáttur að sínir menn hefðu náð stigi eftir að hafa verið þremur mörkum undir seint í leiknum. „Heilt yfir var gríðarlegur karakter að koma til baka og ná þessu stigi. Og miðað við stöðuna sem við vorum komnir í erum við sælir með stigið. Stjörnumenn byrjuðu leikinn vel og komust í þrígang fjórum mörkum yfir, en um miðjan fyrri hálfleik komust Akureyringar inn í leikinn. „Við hættum að vanda okkur á þessum kafla. Við ætluðum að vera pínu snjallir í vörninni, það var planið fyrir leikinn, en við vorum óskynsamir. Svo klikkuðum við á þremur vítum og hraðaupphlaupum og við vorum ekki að skjóta nógu vel á markið. „En ég er ánægður með endurkomuna, varnarleikurinn hefur tekið miklum framförum að undanförnu og sóknarleikurinn var góður í seinni hálfleik,“ sagði Skúli að lokum. Sverre: Fögnum einu og grátum annað„Maður er alltaf svekktur að fá bara eitt stig þegar það er möguleiki á tveimur. „Við vorum með þetta í hendi okkar undir lokin og það var kannski óþarfi að gefa þeim þetta stig,“ sagði Sverre Jakobsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar, eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í dag. „En heilt yfir og miðað við ástandið á liðinu verðum við fagna því að hafa náð að búa til skemmtilegan leik úr þessu,“ bætti Sverre við, en mikil meiðsli eru í herbúðum Akureyrar þessa dagana. Liðið var t.a.m. aðeins með níu leikfæra útileikmenn í dag. „Eins og þú sást vorum við varla með mann á bekknum og það er ekkert auðvelt.“ „En það sýnir karakterinn í liðinu að hafa náð að vinna sig út úr þessu, jafna leikinn og búa til forskot sem við hefðum með smá heppni getað haldið. Í dag fögnum við einu stigi og grátum annað,“ sagði Sverre að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Stjarnan og Akureyri skildu jöfn, 24-24, í Olís-deild karla í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og Norðanmenn áttu fá svör við framliggjandi vörn heimamanna. Í sókninni var Egill Magnússon öflugur, en þessi efnilega skytta skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, flest með þrumuskotum. Egill skoraði alls níu mörk í leiknum og markahæstur í liði Stjörnunnar. Stjarnan komst í þrígang fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik, en Akureyri neitaði að gefast upp. Staðan var 10-6 þegar tólf mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir skoruðu þá fimm mörk gegn tveimur og voru aðeins einu marki undir í hálfleik, 12-11. Akureyringar voru fámennir í dag, með aðeins níu leikfæra útileikmenn. Atli Hilmarsson þurfti grafa djúpt ofan í fræðin og hann bauð upp á ýmsar útfærslur í sóknarleiknum. Akureyri spilaði t.a.m. á kafla með tvo línumenn og svo með þrjá örvhenta leikmenn inn á í einu. Tomas Olason hélt einnig uppteknum hætti frá síðustu leikjum og varði vel í leiknum. Hann endaði með 20 bolta varða, en kollegar hans í marki Stjörnunnar vörðu 14 skot. Framan af seinni hálfleik höfðu Stjörnumenn 1-2 marka forystu, en í stöðunni 17-15 breyttist leikurinn. Akureyri skoraði fjögur mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir, 17-19. Stjörnusóknin var hálf lömuð á þessum kafla og Akureyringar náðu mest þriggja marka forystu, 19-22, þegar Elías Már Halldórsson skoraði sitt fjórða mark í leiknum. Stjörnumenn sýndu hins vegar styrk á lokakafla leiksins og náðu að jafna í 23-23. Elías kom gestunum aftur yfir á lokamínútunni, en Ari Pétursson jafnaði jafnharðan fyrir Stjörnuna. Akureyri fékk svo tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir blálokin, en skot Kristjáns Orra Jóhannsson fór í varnarvegg Stjörnunnar sem taldi aðeins þrjá menn. Lokatölur 24-24 í miklum spennuleik. Stjarnan er enn í 8. sæti Olís-deildarinnar, nú með átta stig, fjórum stigum meira en HK og Fram sem verma botnsætin tvö. Akureyri er í 5. sæti með 13 stig, en liðið hefur ekki tapað leik síðan Atli tók við þjálfun þess. Skúli: Spiluðum frábæra vörn á köflum„Þetta var hörkuleikur og varnirnar voru flottar. Við spiluðum frábæra vörn á köflum og mér fannst við vera betri aðilinn og á góðum degi hefðum við klárað þetta. „En sóknin brást okkur aðeins í seinni hálfleik og við komum okkur í óþarflega erfiða stöðu sem við reyndar unnum okkur út úr,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið gegn Akureyri í TM-höllinni í dag. Hann var þó sáttur að sínir menn hefðu náð stigi eftir að hafa verið þremur mörkum undir seint í leiknum. „Heilt yfir var gríðarlegur karakter að koma til baka og ná þessu stigi. Og miðað við stöðuna sem við vorum komnir í erum við sælir með stigið. Stjörnumenn byrjuðu leikinn vel og komust í þrígang fjórum mörkum yfir, en um miðjan fyrri hálfleik komust Akureyringar inn í leikinn. „Við hættum að vanda okkur á þessum kafla. Við ætluðum að vera pínu snjallir í vörninni, það var planið fyrir leikinn, en við vorum óskynsamir. Svo klikkuðum við á þremur vítum og hraðaupphlaupum og við vorum ekki að skjóta nógu vel á markið. „En ég er ánægður með endurkomuna, varnarleikurinn hefur tekið miklum framförum að undanförnu og sóknarleikurinn var góður í seinni hálfleik,“ sagði Skúli að lokum. Sverre: Fögnum einu og grátum annað„Maður er alltaf svekktur að fá bara eitt stig þegar það er möguleiki á tveimur. „Við vorum með þetta í hendi okkar undir lokin og það var kannski óþarfi að gefa þeim þetta stig,“ sagði Sverre Jakobsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar, eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í dag. „En heilt yfir og miðað við ástandið á liðinu verðum við fagna því að hafa náð að búa til skemmtilegan leik úr þessu,“ bætti Sverre við, en mikil meiðsli eru í herbúðum Akureyrar þessa dagana. Liðið var t.a.m. aðeins með níu leikfæra útileikmenn í dag. „Eins og þú sást vorum við varla með mann á bekknum og það er ekkert auðvelt.“ „En það sýnir karakterinn í liðinu að hafa náð að vinna sig út úr þessu, jafna leikinn og búa til forskot sem við hefðum með smá heppni getað haldið. Í dag fögnum við einu stigi og grátum annað,“ sagði Sverre að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira