Handbolti

Grótta upp að hlið Fram | Haukar unnu Val á útivelli

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Grótta fagnar sigri fyrr í vetur
Grótta fagnar sigri fyrr í vetur vísir/valli
Grótta lagði KA/Þór 32-21 í Olís deild kvenna í handbolta í dag og náði fram að stigum á toppi deildarinnar en Fram á þó leik til góða.

Grótta hafði mikla yfirburði í leiknum gerði í raun út um leikinn í fyrri hálfleik en staðan í háfleik var 16-5.

Karólína Lárudóttir skoraði 9 mörk fyrir Gróttu og Lovísa Thompson 5. Martha Hermannsdóttir skoraði 7  mörk fyrir norðanstúlkur og Laufey Lára Höskuldsdóttir og Paula Chirila 5 mörk hvor.

Haukar gerðu góða ferð í Vodafonehöllina þar sem liðið lagði Val 30-27 í hörkuleik. Haukar voru 16-12 yfir í hálfleik.

Karen Helga Diönudóttir skoraði 10 mörk fyrir Hauka. Marija Gedroit skoraði 6 og Viktoría Valdimarsdóttir 5.

Kristín Guðmundsdóttir var í sérflokki í liðið Vals og skoraði 12 mörk.

Loks vann Selfoss sex marka sigur á ÍR 28-22 í Austurberginu í Breiðholti. Selfoss var mun sterkari aðilinn og var 17-9 yfir í hálfleik.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 7 mörk fyrir Selfoss og Kristrún Steinþórsdóttir 6. Karen Tinna Demian skoraði 6 mörk fyrir ÍR og Sólveig Lára Kristjánsdóttir 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×