Audi Quattro nálgast framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2014 11:02 Audi Quattro tilraunabíllinn. Audi sýndi nýja gerð hins goðsagnarkennda Audi Quattro á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra, en þá fylgdi sögunni að allsendis óvíst væri að hann færi í framleiðslu, enda um tilraunabíl að ræða. Marc Lichte yfirmaður þróunardeildar Audi lét hafa eftir sér á bílasýningunni í Los Angeles, sem nú stendur yfir, að þessi aflmikli bíll væri nú kominn nær framleiðslustiginu og gleður það vafalaust marga aðdáendur bílsins sem ósigrandi var á tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Bíllinn sem kynntur var í Frankfürt var ekkert lamb að leika sér við og með 700 hestafla vél. Enn er verið að þróa bílinn og sagði Marc að hann gæti orðið enn magnaðri bíll. Það gæti þýtt enn aflmeiri drifrás, hvernig svo sem því má ná fram. Til stæði að færa hann enn nær upprunanlega bílnum en þar er væntanlega verið að skírskota í ytra útlit hans. Því gæti verið stutt í frekari fréttir af bílnum sem vonandi verða í formi endanlegrar ákvörðunar um framleiðslu hans. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Audi sýndi nýja gerð hins goðsagnarkennda Audi Quattro á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra, en þá fylgdi sögunni að allsendis óvíst væri að hann færi í framleiðslu, enda um tilraunabíl að ræða. Marc Lichte yfirmaður þróunardeildar Audi lét hafa eftir sér á bílasýningunni í Los Angeles, sem nú stendur yfir, að þessi aflmikli bíll væri nú kominn nær framleiðslustiginu og gleður það vafalaust marga aðdáendur bílsins sem ósigrandi var á tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Bíllinn sem kynntur var í Frankfürt var ekkert lamb að leika sér við og með 700 hestafla vél. Enn er verið að þróa bílinn og sagði Marc að hann gæti orðið enn magnaðri bíll. Það gæti þýtt enn aflmeiri drifrás, hvernig svo sem því má ná fram. Til stæði að færa hann enn nær upprunanlega bílnum en þar er væntanlega verið að skírskota í ytra útlit hans. Því gæti verið stutt í frekari fréttir af bílnum sem vonandi verða í formi endanlegrar ákvörðunar um framleiðslu hans.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira