Tuttugu milljón króna sportbíll í árekstri í Áslandshverfinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. nóvember 2014 14:05 Hér má sjá myndir af bílnum fyrir og eftir árekstur. „Ég keyrði í hálkublett og afturendinn á bílnum endaði á öðrum bíl,“ segir Örvar Sigurðsson, eigandi bíls af tegundinni Chevrolet Camaro ZL1, 580 hestafla tryllitæki sem er sjaldgæf sjón á götum hér á landi. Örvar lenti í óhappi í gærkvöldi á Áslandsbraut í Hafnarfirði. „Þetta lítur aðeins verr út en þetta var í raun og veru. Það þarf að skipta um felgu og stuðara, þá ætti hann að verða nokkuð góður aftur,“ segir Örvar um bílinn og reiknar með því að hann verði aftur orðinn ökufær eftir tvær til þrjár vikur. „Þetta er alveg hundleiðinlegt,“ segir Örvar þó, svekktur með slysið. Sambærilegur bíll kostar tæplega áttatíu þúsund dali í Bandaríkjunum. Hingað heim má reikna með því að að bíllinn kosti yfir tuttugu milljónir króna, þegar tollar og vörugjöld hafi verið greidd af bílnum. Bíll Örvars er ennþá skráður í Bandaríkjunum og er með númeraplötur frá Florida-fylki. Hér að neðan má sjá umfjöllun um bílinn í bandarískum fjölmiðlum.Hér er mynd af bílnum áður en hann lenti í árekstrinum.Mynd/Birkir IndriðasonHér má sjá bílinn eftir áreksturinn.Vísir/Andri Jónsson Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent
„Ég keyrði í hálkublett og afturendinn á bílnum endaði á öðrum bíl,“ segir Örvar Sigurðsson, eigandi bíls af tegundinni Chevrolet Camaro ZL1, 580 hestafla tryllitæki sem er sjaldgæf sjón á götum hér á landi. Örvar lenti í óhappi í gærkvöldi á Áslandsbraut í Hafnarfirði. „Þetta lítur aðeins verr út en þetta var í raun og veru. Það þarf að skipta um felgu og stuðara, þá ætti hann að verða nokkuð góður aftur,“ segir Örvar um bílinn og reiknar með því að hann verði aftur orðinn ökufær eftir tvær til þrjár vikur. „Þetta er alveg hundleiðinlegt,“ segir Örvar þó, svekktur með slysið. Sambærilegur bíll kostar tæplega áttatíu þúsund dali í Bandaríkjunum. Hingað heim má reikna með því að að bíllinn kosti yfir tuttugu milljónir króna, þegar tollar og vörugjöld hafi verið greidd af bílnum. Bíll Örvars er ennþá skráður í Bandaríkjunum og er með númeraplötur frá Florida-fylki. Hér að neðan má sjá umfjöllun um bílinn í bandarískum fjölmiðlum.Hér er mynd af bílnum áður en hann lenti í árekstrinum.Mynd/Birkir IndriðasonHér má sjá bílinn eftir áreksturinn.Vísir/Andri Jónsson
Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent