Tuttugu milljón króna sportbíll í árekstri í Áslandshverfinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. nóvember 2014 14:05 Hér má sjá myndir af bílnum fyrir og eftir árekstur. „Ég keyrði í hálkublett og afturendinn á bílnum endaði á öðrum bíl,“ segir Örvar Sigurðsson, eigandi bíls af tegundinni Chevrolet Camaro ZL1, 580 hestafla tryllitæki sem er sjaldgæf sjón á götum hér á landi. Örvar lenti í óhappi í gærkvöldi á Áslandsbraut í Hafnarfirði. „Þetta lítur aðeins verr út en þetta var í raun og veru. Það þarf að skipta um felgu og stuðara, þá ætti hann að verða nokkuð góður aftur,“ segir Örvar um bílinn og reiknar með því að hann verði aftur orðinn ökufær eftir tvær til þrjár vikur. „Þetta er alveg hundleiðinlegt,“ segir Örvar þó, svekktur með slysið. Sambærilegur bíll kostar tæplega áttatíu þúsund dali í Bandaríkjunum. Hingað heim má reikna með því að að bíllinn kosti yfir tuttugu milljónir króna, þegar tollar og vörugjöld hafi verið greidd af bílnum. Bíll Örvars er ennþá skráður í Bandaríkjunum og er með númeraplötur frá Florida-fylki. Hér að neðan má sjá umfjöllun um bílinn í bandarískum fjölmiðlum.Hér er mynd af bílnum áður en hann lenti í árekstrinum.Mynd/Birkir IndriðasonHér má sjá bílinn eftir áreksturinn.Vísir/Andri Jónsson Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
„Ég keyrði í hálkublett og afturendinn á bílnum endaði á öðrum bíl,“ segir Örvar Sigurðsson, eigandi bíls af tegundinni Chevrolet Camaro ZL1, 580 hestafla tryllitæki sem er sjaldgæf sjón á götum hér á landi. Örvar lenti í óhappi í gærkvöldi á Áslandsbraut í Hafnarfirði. „Þetta lítur aðeins verr út en þetta var í raun og veru. Það þarf að skipta um felgu og stuðara, þá ætti hann að verða nokkuð góður aftur,“ segir Örvar um bílinn og reiknar með því að hann verði aftur orðinn ökufær eftir tvær til þrjár vikur. „Þetta er alveg hundleiðinlegt,“ segir Örvar þó, svekktur með slysið. Sambærilegur bíll kostar tæplega áttatíu þúsund dali í Bandaríkjunum. Hingað heim má reikna með því að að bíllinn kosti yfir tuttugu milljónir króna, þegar tollar og vörugjöld hafi verið greidd af bílnum. Bíll Örvars er ennþá skráður í Bandaríkjunum og er með númeraplötur frá Florida-fylki. Hér að neðan má sjá umfjöllun um bílinn í bandarískum fjölmiðlum.Hér er mynd af bílnum áður en hann lenti í árekstrinum.Mynd/Birkir IndriðasonHér má sjá bílinn eftir áreksturinn.Vísir/Andri Jónsson
Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira