Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ 24. nóvember 2014 21:16 „Ekki ógna Stefáni Kjærnested hérna. Þú skalt bara drífa þig.“ Þessi svör fengu umsjónarmenn Bresta þegar þess var freistað að fá að skoða aðbúnað fólks við Funahöfða í Reykjavík. Þar búa um fjörutíu manns af öllum toga - ungt fólk í háskólanámi, einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að fóta sig á leigumarkaði og fjölskyldufólk. Þá eru þar fíklar, einstaklingar á sakaskrá og aðrir sem fetað hafa grýtta slóð. Byggingin er skráð sem iðnaðarhúsnæði samkvæmt fasteignaskrá. Stefán Kjærnested er framkvæmdastjóri Atlants Holding ehf en félagið á stórar eignir í Funahöfða 17a og 19 og við Smiðjuveg í Kópavogi. Stefán gaf ekki kost á viðtali og vildi ekkert tjá sig um það sem fram fer í þessum iðnaðarhúsnæðum eða fullyrðingar þeirra sem þar búa. Hvorki um aðbúnað, hreinlæti eða handahófskenndar hækkanir á leigu. Sama á við um spurninguna hvort leigjendur séu í raun og veru sviptir málfrelsi sínu.Húsvörður neitaði umsjónarmönnum Bresta um inngöngu.Óþrifnaðurinn algjör Leigjendur sem rætt var við í þættinum lýstu aðbúnaðnum sem vægast sagt ógeðslegum. Þeir segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. Þó segja þeir að aðbúnaður hafi bæst umtalsvert að undanförnu. „Hann er bara að bjóða upp á þjónustu sem eftirspurn er á. Það er betra að búa hér en hvergi,“ segir einn leigjandinn en flestir voru afar smeykir við að ræða aðbúnaðinn.„Þetta var hræðilegt og illa þrifið,“ segir fyrrum leigjandi og húsvörður.„Þetta var hræðilegt“ Þá segir fyrrum leigjandi og húsvörður aðstöðuna hafa verið hryllilega. „Þetta var hræðilegt og illa þrifið. Það var ekki búið að þrífa í mánuð þegar ég flutti inn. Ég tók að mér þessa vinnu þegar ég flutti inn. Ég þurfti að þrífa þrisvar sinnum á sama degi, fyrsta skiptið. Þetta var eiginlega bara hár og skítur og ég held ég hafi þurft að fara í gegnum eina og hálfa flösku af klóri inni á baðherbergjum. Bara til að sótthreinsa og taka lyktina burt. Sturtuklefarnir leka, flest klósettin eru biluð,“ segir hann. Brestir hafa heimildir fyrir því að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tryggingu vegna leigunnar endurgreidda og er fyrrnefndur leigjandi þar á meðal. „Fólk sem átti að fá trygginguna til baka þurfti að berjast fyrir að fá hana aftur. Maður heyrði varla neitt frá honum (Stefáni). Til að fá mína tryggingu til baka þurfti ég að skera nokkra hjartastrengi í honum [...] Ég þurfti að semja mig niður til þess að hafa hann ekki á móti mér og fékk 35 þúsund í stað 50.“Sígaretturstubbar og annar óþrifnaður er víða um húsnæðið.„Vil ekki missa íbúðina“ Leigjendur kvarta sáran yfir framkomu sem þeim er sýnd og þegar ungt par ætlaði að sýna Brestum herbergið sitt var bankað á hurðina. Þar var húsvörðurinn á ferð sem skipaði Brestafólki að halda á brott. „Ég vil eiginlega ekki missa íbúðina,“ sagði leigjandinn þá og þar með lauk heimsókninni. Í 6. þætti Bresta var rýnt í þessi mál. Eignir Stefáns Kjærnested verða skoðaðar en einnig önnur dæmi þar sem einstaklingar búa við slæman kost í ólöglegu húsnæði. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, hefur skoðað þessi mál síðustu tíu ár eða svo. „Þetta er hin hliðin á samfélaginu,“ segir Bjarni. Brestir Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Ekki ógna Stefáni Kjærnested hérna. Þú skalt bara drífa þig.“ Þessi svör fengu umsjónarmenn Bresta þegar þess var freistað að fá að skoða aðbúnað fólks við Funahöfða í Reykjavík. Þar búa um fjörutíu manns af öllum toga - ungt fólk í háskólanámi, einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að fóta sig á leigumarkaði og fjölskyldufólk. Þá eru þar fíklar, einstaklingar á sakaskrá og aðrir sem fetað hafa grýtta slóð. Byggingin er skráð sem iðnaðarhúsnæði samkvæmt fasteignaskrá. Stefán Kjærnested er framkvæmdastjóri Atlants Holding ehf en félagið á stórar eignir í Funahöfða 17a og 19 og við Smiðjuveg í Kópavogi. Stefán gaf ekki kost á viðtali og vildi ekkert tjá sig um það sem fram fer í þessum iðnaðarhúsnæðum eða fullyrðingar þeirra sem þar búa. Hvorki um aðbúnað, hreinlæti eða handahófskenndar hækkanir á leigu. Sama á við um spurninguna hvort leigjendur séu í raun og veru sviptir málfrelsi sínu.Húsvörður neitaði umsjónarmönnum Bresta um inngöngu.Óþrifnaðurinn algjör Leigjendur sem rætt var við í þættinum lýstu aðbúnaðnum sem vægast sagt ógeðslegum. Þeir segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. Þó segja þeir að aðbúnaður hafi bæst umtalsvert að undanförnu. „Hann er bara að bjóða upp á þjónustu sem eftirspurn er á. Það er betra að búa hér en hvergi,“ segir einn leigjandinn en flestir voru afar smeykir við að ræða aðbúnaðinn.„Þetta var hræðilegt og illa þrifið,“ segir fyrrum leigjandi og húsvörður.„Þetta var hræðilegt“ Þá segir fyrrum leigjandi og húsvörður aðstöðuna hafa verið hryllilega. „Þetta var hræðilegt og illa þrifið. Það var ekki búið að þrífa í mánuð þegar ég flutti inn. Ég tók að mér þessa vinnu þegar ég flutti inn. Ég þurfti að þrífa þrisvar sinnum á sama degi, fyrsta skiptið. Þetta var eiginlega bara hár og skítur og ég held ég hafi þurft að fara í gegnum eina og hálfa flösku af klóri inni á baðherbergjum. Bara til að sótthreinsa og taka lyktina burt. Sturtuklefarnir leka, flest klósettin eru biluð,“ segir hann. Brestir hafa heimildir fyrir því að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tryggingu vegna leigunnar endurgreidda og er fyrrnefndur leigjandi þar á meðal. „Fólk sem átti að fá trygginguna til baka þurfti að berjast fyrir að fá hana aftur. Maður heyrði varla neitt frá honum (Stefáni). Til að fá mína tryggingu til baka þurfti ég að skera nokkra hjartastrengi í honum [...] Ég þurfti að semja mig niður til þess að hafa hann ekki á móti mér og fékk 35 þúsund í stað 50.“Sígaretturstubbar og annar óþrifnaður er víða um húsnæðið.„Vil ekki missa íbúðina“ Leigjendur kvarta sáran yfir framkomu sem þeim er sýnd og þegar ungt par ætlaði að sýna Brestum herbergið sitt var bankað á hurðina. Þar var húsvörðurinn á ferð sem skipaði Brestafólki að halda á brott. „Ég vil eiginlega ekki missa íbúðina,“ sagði leigjandinn þá og þar með lauk heimsókninni. Í 6. þætti Bresta var rýnt í þessi mál. Eignir Stefáns Kjærnested verða skoðaðar en einnig önnur dæmi þar sem einstaklingar búa við slæman kost í ólöglegu húsnæði. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, hefur skoðað þessi mál síðustu tíu ár eða svo. „Þetta er hin hliðin á samfélaginu,“ segir Bjarni.
Brestir Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira