Helgi: Þarf þessa sigra þar sem ég er Knicksari og Arsenalmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2014 08:00 Helgi Már Magnússon. Vísir/Vilhelm Helgi Már Magnússon fór fyrir liði KR í gær sem fagnaði sínum sjöunda sigri í sjö leikjum í vetur með því að vinna Hauka örugglega 93-78. Helgi Már var með 19 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar í sigrinum og sló meðal annars á létta strengi í viðtali við Jón Björn Ólafsson á karfan.is eftir leikinn. „Mér fannst við vera aðeins of værukærir eins og við værum á einhverju „cruise control" á tímabili. Við vorum kannski á réttum stað í vörninni en þetta var aðeins of hægt og aðeins of mjúkt"," sagði Helgi Már við Jón Björn eftir leikinn. „Við erum í góðu standi en mér finnst það þreytandi að hafa tíu daga á milli leikja. Maður vill spila og sem betur fer er næsti leikur á fimmtudaginn. Það er flott og þá sjáum við hvort við séum orðnir of gamlir eða ekki," sagði Helgi í léttum tón. KR er búið að vinna alla sjö leiki sína til þessa en Helgi kallar samt eftir meiri ákefð í liðinu. „Það vantar stundum upp á grimmdina í liðinu. Ég vil sjá einn leik hjá okkur þar sem við erum á milljón allan tímann. Það væri ótrúlega gaman og ég er forvitinn að sjá hvernig við lítum út þá. Við erum með reynslumikið lið og förum ekkert að örvænta neitt þótt að lið nái 10-0 spretti á okkur. Það gerist og menn aðalaga sig," sagði Helgi Már. „Við erum alveg meðvitaðir um það að það þarf ekkert mikið að fara úrskeiðis til að við töpum leik sem yrði svo sem enginn heimsendir. Þar sem ég er nú Knicksari og Arsenalmaður þá þarf ég á þessum sigrum að halda til þess að halda geðheilsunni", sagði Helgi léttur en það má sjá þetta viðtal með því að smella hér. New York Knicks tapaði á móti Houston Rockets í nótt og hefur tapað 11 af 15 leikjum sínum á leiktíðinni. Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og hefur aðeins náð að vinna 4 af fyrstu 12 leikjum sínum á tímabilinu. KR vann sinn fyrsta leik af sjö í Dominos-deildinni 9. október síðastliðinn og frá þeim tíma hafa Arsenal og Knicks „bara" unnið sjö leiki samanlagt í öllum keppnum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Mögnuð tilþrif Hjálmars gegn KR | Myndband Haukamaðurinn ungi með frábæra vörslu gegn KR-ingnum Michael Craion. 24. nóvember 2014 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 93-78 | Fátt virðist geta stöðvað KR KR er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir öruggan 93-78 sigur á Haukum á heimavelli sínum í kvöld. 24. nóvember 2014 15:56 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira
Helgi Már Magnússon fór fyrir liði KR í gær sem fagnaði sínum sjöunda sigri í sjö leikjum í vetur með því að vinna Hauka örugglega 93-78. Helgi Már var með 19 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar í sigrinum og sló meðal annars á létta strengi í viðtali við Jón Björn Ólafsson á karfan.is eftir leikinn. „Mér fannst við vera aðeins of værukærir eins og við værum á einhverju „cruise control" á tímabili. Við vorum kannski á réttum stað í vörninni en þetta var aðeins of hægt og aðeins of mjúkt"," sagði Helgi Már við Jón Björn eftir leikinn. „Við erum í góðu standi en mér finnst það þreytandi að hafa tíu daga á milli leikja. Maður vill spila og sem betur fer er næsti leikur á fimmtudaginn. Það er flott og þá sjáum við hvort við séum orðnir of gamlir eða ekki," sagði Helgi í léttum tón. KR er búið að vinna alla sjö leiki sína til þessa en Helgi kallar samt eftir meiri ákefð í liðinu. „Það vantar stundum upp á grimmdina í liðinu. Ég vil sjá einn leik hjá okkur þar sem við erum á milljón allan tímann. Það væri ótrúlega gaman og ég er forvitinn að sjá hvernig við lítum út þá. Við erum með reynslumikið lið og förum ekkert að örvænta neitt þótt að lið nái 10-0 spretti á okkur. Það gerist og menn aðalaga sig," sagði Helgi Már. „Við erum alveg meðvitaðir um það að það þarf ekkert mikið að fara úrskeiðis til að við töpum leik sem yrði svo sem enginn heimsendir. Þar sem ég er nú Knicksari og Arsenalmaður þá þarf ég á þessum sigrum að halda til þess að halda geðheilsunni", sagði Helgi léttur en það má sjá þetta viðtal með því að smella hér. New York Knicks tapaði á móti Houston Rockets í nótt og hefur tapað 11 af 15 leikjum sínum á leiktíðinni. Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og hefur aðeins náð að vinna 4 af fyrstu 12 leikjum sínum á tímabilinu. KR vann sinn fyrsta leik af sjö í Dominos-deildinni 9. október síðastliðinn og frá þeim tíma hafa Arsenal og Knicks „bara" unnið sjö leiki samanlagt í öllum keppnum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Mögnuð tilþrif Hjálmars gegn KR | Myndband Haukamaðurinn ungi með frábæra vörslu gegn KR-ingnum Michael Craion. 24. nóvember 2014 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 93-78 | Fátt virðist geta stöðvað KR KR er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir öruggan 93-78 sigur á Haukum á heimavelli sínum í kvöld. 24. nóvember 2014 15:56 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira
Mögnuð tilþrif Hjálmars gegn KR | Myndband Haukamaðurinn ungi með frábæra vörslu gegn KR-ingnum Michael Craion. 24. nóvember 2014 22:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 93-78 | Fátt virðist geta stöðvað KR KR er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir öruggan 93-78 sigur á Haukum á heimavelli sínum í kvöld. 24. nóvember 2014 15:56