Mini fækkar bílgerðum í 5 Finnur Thorlacius skrifar 27. nóvember 2014 09:47 Nýr rafmagnsbíll verður byggður á grunni Mini Superleggera Concept tilraunabílsins. Svo margar eru bílgerðir Mini bíla að kaupendur þeirra eru orðnir hálf ruglaðir í ríminu. Þær eru nú 8 talsins en verður fækkað í 5. BMW, eigandi Mini hefur fram að þessu viljað mjólka vinsældir bílanna með sífellt nýjum gerðum, en það hefur kostað skildinginn. Ákvörðun hefur verið tekin um að hætta framleiðslu þriggja gerða Mini bíla og þykir líklegt að Coupe bíllinn og tveggja sæta Roadster bíllinn fari undir öxina, en BMW hefur ekki látið uppi hvaða bílar verður hætt að framleiða. Mini hefur á undanförnum árum fengið aukna samkeppni frá bílum eins og Audi A1, Fiat 500 og Nissan Juke, svo fáeinir séu nefndir og ætlar BMW að auka fókusinn á þá bílgerðir sem enn hafa sérstöðu. Ljóst er að grunngerð Mini, bæði þriggja og fimm hurða útfærslur þeirra halda velli, sem og Countryman og Clubman bílarnir. Þrátt fyrir að skorið verði niður í útfærslum Mini bíla er einn nýr á leiðinni, þ.e. rafmagnsútfærsla hans. Verður hann byggður á tilraunabílnum Superleggera Concept sem sýndur var á bílasýningunni í París fyrir stuttu. Tilkoma hans á að auka líkurnar á að metsöluárið í fyrra uppá 305.000 selda Mini bíla verði náð aftur, en salan í ár verður örugglega minni en í fyrra. Einnig ætlar Mini að bjóða kaupendum bíla sinna að sníða þá meira eftir eigin höfði og persónugera þá. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent
Svo margar eru bílgerðir Mini bíla að kaupendur þeirra eru orðnir hálf ruglaðir í ríminu. Þær eru nú 8 talsins en verður fækkað í 5. BMW, eigandi Mini hefur fram að þessu viljað mjólka vinsældir bílanna með sífellt nýjum gerðum, en það hefur kostað skildinginn. Ákvörðun hefur verið tekin um að hætta framleiðslu þriggja gerða Mini bíla og þykir líklegt að Coupe bíllinn og tveggja sæta Roadster bíllinn fari undir öxina, en BMW hefur ekki látið uppi hvaða bílar verður hætt að framleiða. Mini hefur á undanförnum árum fengið aukna samkeppni frá bílum eins og Audi A1, Fiat 500 og Nissan Juke, svo fáeinir séu nefndir og ætlar BMW að auka fókusinn á þá bílgerðir sem enn hafa sérstöðu. Ljóst er að grunngerð Mini, bæði þriggja og fimm hurða útfærslur þeirra halda velli, sem og Countryman og Clubman bílarnir. Þrátt fyrir að skorið verði niður í útfærslum Mini bíla er einn nýr á leiðinni, þ.e. rafmagnsútfærsla hans. Verður hann byggður á tilraunabílnum Superleggera Concept sem sýndur var á bílasýningunni í París fyrir stuttu. Tilkoma hans á að auka líkurnar á að metsöluárið í fyrra uppá 305.000 selda Mini bíla verði náð aftur, en salan í ár verður örugglega minni en í fyrra. Einnig ætlar Mini að bjóða kaupendum bíla sinna að sníða þá meira eftir eigin höfði og persónugera þá.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent