Einn skrítinn úr fortíðinni Finnur Thorlacius skrifar 27. nóvember 2014 15:16 Japanskur bíliðnaður er ekki eins og hann var fyrir 20 árum síðan. Til dæmis eru fáránlega sprettharðir sportbílar þaðan vart til í dag, með örfáum undantekningum þó. Margt undarlegt var framleitt í Japan sem féllu undir flokkinn „Kei cars“, sem voru agnarsmáir bílar. Einn þeirra sést hér og þar fer sannarlega undarlegur bíll. Hann var framleiddur af Suzuki fyrir Mazda og fékk nafnið Autozam AZ-1. Suzuki framleiddi síðar eigin útfærslu bílsins. Útlitið eitt nægir til að hræða flesta frá, en magnað er að sjá að þessi smái bíll er með mávahurðum, eða „gullwing“. Vélin er miðjusett í bílnum líkt og í mörgum ofursportbílum. Hann er að auki með risastóran vindkjúf að aftan. Bíllinn er afturhjóladrifinn. Aðeins 4.300 bílar voru smíðaðir af þessari gerð, sem gerir hann að einum fágætasta Kei bíl sem framleiddur hefur verið. Hann er líka einn fárra bíla þeirrar gerðar sem er með sporteiginleikum og smíðaður sem mikill akstursbíll. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent
Japanskur bíliðnaður er ekki eins og hann var fyrir 20 árum síðan. Til dæmis eru fáránlega sprettharðir sportbílar þaðan vart til í dag, með örfáum undantekningum þó. Margt undarlegt var framleitt í Japan sem féllu undir flokkinn „Kei cars“, sem voru agnarsmáir bílar. Einn þeirra sést hér og þar fer sannarlega undarlegur bíll. Hann var framleiddur af Suzuki fyrir Mazda og fékk nafnið Autozam AZ-1. Suzuki framleiddi síðar eigin útfærslu bílsins. Útlitið eitt nægir til að hræða flesta frá, en magnað er að sjá að þessi smái bíll er með mávahurðum, eða „gullwing“. Vélin er miðjusett í bílnum líkt og í mörgum ofursportbílum. Hann er að auki með risastóran vindkjúf að aftan. Bíllinn er afturhjóladrifinn. Aðeins 4.300 bílar voru smíðaðir af þessari gerð, sem gerir hann að einum fágætasta Kei bíl sem framleiddur hefur verið. Hann er líka einn fárra bíla þeirrar gerðar sem er með sporteiginleikum og smíðaður sem mikill akstursbíll.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent