Umfjöllun og viðtöl: Valur - Akureyri 30-17 | Valur á toppinn eftir stórsigur Anton Ingi Leifsson í Vodafone-höllinni skrifar 29. nóvember 2014 00:01 vísir/stefán Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum í Olís-deildinni þegar Akureyri var í heimsókn í dag. Leikurinn var leikur einn fyrir heimamenn sem náðu forystunni strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 30-17. Vörn Vals var gífurlega sterk og gestirnir áttu engin svör. Meiðsli voru að hrjá þeirra mannskap og þeir áttu í stökustu vandræðum. Fyrir aftan var Stephen Nielsen í fantaformi. Valsmenn tóku forystuna strax í upphafi leiks og voru ekkert á því að láta hana af hendi. Þegar tíu mínútur voru liðnar leiddu þeir með tveimur mörkum 5-3 og átti munurinn bara eftir að aukast. Þeir juku muninn hægt og bítandi og Akureyringar voru heldur betur ráðalausir gegn ógnar sterkri vörn heimamanna. Finnur Ingi Stefánsson var funheitur í fyrri hálfleik og var meðal annars kominn með þrjú hraðaupphlaupsmörk þegar ellefu mínútur voru búnar af leiknum. Akureyringar voru seinir til baka og vandræðalegur sóknarleikurinn kom í bakið á þeim. Vörn þeirra var svo ekki mikið til að hrópa húrra fyrir og markvarslan engin. Leiknum var nánast lokið í hálfleik en þá var staðan 17-8. Síðari hálfleikur var formsatriði fyrir Valsmenn sem sigldu öruggum sigri heim. Skotnýting gestanna var hræðileg eða í leikslok var hún 35% á meðan Valsmenn skutu 70% .Tíu leikmenn komust á blað hjá Valsmönnum, en Kristján Orri Jóhannsson bar uppi lið Akureyrar. Hann skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítum. Í fyrri hálfleik voru markverðir Akureyri komnir með tvo bolta varða eða 11% markvörslu á móti 56% markvörslu hinu megin. Stephen Nielsen var í fantaformi og varði nánast þau skot sem komu á markið, þegar Akureyringum tókst að koma skoti á markið. Það munar um minna. Stephen endaði í 63% markvörslu. Magnaður leikur hja kappanum. Finnur Ingi Stefánsson og Geir Guðmundsson enduðu markahæstir með sex mörk hvor hjá Valsmönnum, en Kristján Orri markahæstur hjá Akureyri eins og fyrr segir með átta mörk. Valsmenn fóru með sigrinum á toppinn, en Akureyri er í fimmta sæti deildarinnar.Finnur Ingi: Frábært að vera komnir einir á toppinn „Þetta var til fyrirmyndar frá A-Ö," sagði Finnur Ingi Stefánsson, hornamaður Vals, við Vísi í leikslok. „Vörnin skóp sigurinn hér í dag, það er alveg ljóst. Við vorum mjög öflugir í vörninni seinni part fyrri hálfleiks og í síðari hálfleik. Stephen var svo frábær þarna bakvið og þá small þetta." „Við fengum svo auðveld hraðaupphlaup og Stephen varði nánast allt sem kom á markið. Hann var frábær." „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel eins og fyrir alla aðra leiki. Við vissum hvað þeir vildu gera og við náðum að stoppa það." „Við erum búnir að vera á góðu „runni" og ætlum að halda því áfram. Við fáum mómentið með okkur og viljum halda áfram á fullum krafti." „Það er frábært að vera komnir einir á toppinn. Fram vann Aftureldingu sem er gott og við ætlum að styrkja okkar stöðu á toppnum," sagði Finnur að lokum við Vísi.Kristján Orri: Við eigum að gera betur „Þetta var ekki gott. Það var bara bæði vörn og sókn sem var ekki alveg að finna sér hér í dag," sagði markahæsti leikmaður Akureyrar í dag, Kristján Orri Jóhannsson, við Vísi í leikslok. „Ég er svo lélegur að greina þetta hvað fór úrskeiðis svona strax eftir leik. Þeir spila mjög góða vörn, en að sama skapi vorum við ekki alveg að finna okkur sóknarlega." „Það var erfitt að finna glufur á þeirra varnarleik, en við eigum að gera betur." „Þetta var skref niðr á við. Næsti leikur er gegn ÍBV og það verður hörkuleikur sem við hlökkum mikið til," sagði Kristján Orri og bætti við að lokum að það væri leikur sem Akureyringar ætluðu að vinna: „Að sjálfsögðu. Við stefnum á sigur þar og við förum auðvitað í alla leiki tli að vinna eins og öll lið í deildinni," sagði Kristján Orri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum í Olís-deildinni þegar Akureyri var í heimsókn í dag. Leikurinn var leikur einn fyrir heimamenn sem náðu forystunni strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 30-17. Vörn Vals var gífurlega sterk og gestirnir áttu engin svör. Meiðsli voru að hrjá þeirra mannskap og þeir áttu í stökustu vandræðum. Fyrir aftan var Stephen Nielsen í fantaformi. Valsmenn tóku forystuna strax í upphafi leiks og voru ekkert á því að láta hana af hendi. Þegar tíu mínútur voru liðnar leiddu þeir með tveimur mörkum 5-3 og átti munurinn bara eftir að aukast. Þeir juku muninn hægt og bítandi og Akureyringar voru heldur betur ráðalausir gegn ógnar sterkri vörn heimamanna. Finnur Ingi Stefánsson var funheitur í fyrri hálfleik og var meðal annars kominn með þrjú hraðaupphlaupsmörk þegar ellefu mínútur voru búnar af leiknum. Akureyringar voru seinir til baka og vandræðalegur sóknarleikurinn kom í bakið á þeim. Vörn þeirra var svo ekki mikið til að hrópa húrra fyrir og markvarslan engin. Leiknum var nánast lokið í hálfleik en þá var staðan 17-8. Síðari hálfleikur var formsatriði fyrir Valsmenn sem sigldu öruggum sigri heim. Skotnýting gestanna var hræðileg eða í leikslok var hún 35% á meðan Valsmenn skutu 70% .Tíu leikmenn komust á blað hjá Valsmönnum, en Kristján Orri Jóhannsson bar uppi lið Akureyrar. Hann skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítum. Í fyrri hálfleik voru markverðir Akureyri komnir með tvo bolta varða eða 11% markvörslu á móti 56% markvörslu hinu megin. Stephen Nielsen var í fantaformi og varði nánast þau skot sem komu á markið, þegar Akureyringum tókst að koma skoti á markið. Það munar um minna. Stephen endaði í 63% markvörslu. Magnaður leikur hja kappanum. Finnur Ingi Stefánsson og Geir Guðmundsson enduðu markahæstir með sex mörk hvor hjá Valsmönnum, en Kristján Orri markahæstur hjá Akureyri eins og fyrr segir með átta mörk. Valsmenn fóru með sigrinum á toppinn, en Akureyri er í fimmta sæti deildarinnar.Finnur Ingi: Frábært að vera komnir einir á toppinn „Þetta var til fyrirmyndar frá A-Ö," sagði Finnur Ingi Stefánsson, hornamaður Vals, við Vísi í leikslok. „Vörnin skóp sigurinn hér í dag, það er alveg ljóst. Við vorum mjög öflugir í vörninni seinni part fyrri hálfleiks og í síðari hálfleik. Stephen var svo frábær þarna bakvið og þá small þetta." „Við fengum svo auðveld hraðaupphlaup og Stephen varði nánast allt sem kom á markið. Hann var frábær." „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel eins og fyrir alla aðra leiki. Við vissum hvað þeir vildu gera og við náðum að stoppa það." „Við erum búnir að vera á góðu „runni" og ætlum að halda því áfram. Við fáum mómentið með okkur og viljum halda áfram á fullum krafti." „Það er frábært að vera komnir einir á toppinn. Fram vann Aftureldingu sem er gott og við ætlum að styrkja okkar stöðu á toppnum," sagði Finnur að lokum við Vísi.Kristján Orri: Við eigum að gera betur „Þetta var ekki gott. Það var bara bæði vörn og sókn sem var ekki alveg að finna sér hér í dag," sagði markahæsti leikmaður Akureyrar í dag, Kristján Orri Jóhannsson, við Vísi í leikslok. „Ég er svo lélegur að greina þetta hvað fór úrskeiðis svona strax eftir leik. Þeir spila mjög góða vörn, en að sama skapi vorum við ekki alveg að finna okkur sóknarlega." „Það var erfitt að finna glufur á þeirra varnarleik, en við eigum að gera betur." „Þetta var skref niðr á við. Næsti leikur er gegn ÍBV og það verður hörkuleikur sem við hlökkum mikið til," sagði Kristján Orri og bætti við að lokum að það væri leikur sem Akureyringar ætluðu að vinna: „Að sjálfsögðu. Við stefnum á sigur þar og við förum auðvitað í alla leiki tli að vinna eins og öll lið í deildinni," sagði Kristján Orri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn