Keflvíkingar unnu sannfærandi sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld og það í sjálfri Ljónagryfju Njarðvíkinga.
Keflvíkingar komust mest 30 stigum yfir í leiknum eftir að hafa unnið annan og þriðja leikhlutann samanlagt 45-15. Njarðvíkingar löguðu aðeins stöðuna en sigurinn var aldrei í mikilli hættu.
Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér fyrir neðan má sjá skemmtileg tilþrif úr leiknum í kvöld þar að meðal troðslu hins 40 ára gamla Damons Johnson.
Damons Johnson var með 20 stig og 12 fráköst í leiknum í kvöld en hann var nú ekki að fagna sigri í fyrsta sinn á ferlinum í leik á móti Njarðvík.
Sjáið hinn fertuga Damon troða | Myndband frá sigri Keflavíkur í kvöld
Tengdar fréttir
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 74-86 | Keflvíkingar mest 30 stigum yfir
Keflvíkingar sýndu sínar bestu hliðar í fyrstu þremur leikhlutanum í tólf stiga sigri á nágrönnum og erkifjendum sínum úr Njarðvík, 86-74, í lokaleik 5. umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjuni í Njarðvík í kvöld.
Svona kláruðu Keflvíkingar Njarðvíkingana í fyrra | Myndband
Njarðvík tekur á móti Keflavík í Njarðvík í kvöld í lokaleik 5. umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Bætir Friðrik Ingi metið í beinni í kvöld?
Friðrik Ingi Rúnarsson getur í kvöld orðið sá þjálfari Njarðvíkur sem hefur unnið flesta leiki í úrvalsdeild karla þegar Njarðvík tekur á móti nágrönnum sínum úr Keflavík í beinni á Stöð 2 Sport.
Þrír af síðustu fimm hafa unnist með þremur stigum eða minna
Njarðvík og Keflavík mætast í kvöld í Dominos-deild karla í körfubolta en það er alltaf beðið eftir fyrsta Reykjanesbæjarslag tímabilsins með mikilli eftirvæntingu.