Reiðhjól slátrar Ferrari á 333 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 09:19 Svisslendingur nokkur sló í síðustu viku hraðamet á reiðhjóli og náði 333 km hraða. Það var náttúrulega ekki hægt nema með öflugum mótor festum á hjól hans, en það var ekkert minna en eldflaugahreyfill. Ekki nóg með að hann hafi náð þessum ógnarhraða, þá náðist hann á minna en 5 sekúndum. Metið setti hann á kappakstursbraut í S-Frakklandi og er þetta alls ekki í fyrsta skiptið sem eigandi þess, Francois Gissy, þeysist um á slíku hjóli, en það hefur hann gert til margra ára. Athyglivert er að sjá Ferrari bíl reyna að halda í hann á brautinni en þessi öflugi bíll virkar eins og kjur við hliðina á hjólinu þrátt fyrir að nýta allt sitt afl. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent
Svisslendingur nokkur sló í síðustu viku hraðamet á reiðhjóli og náði 333 km hraða. Það var náttúrulega ekki hægt nema með öflugum mótor festum á hjól hans, en það var ekkert minna en eldflaugahreyfill. Ekki nóg með að hann hafi náð þessum ógnarhraða, þá náðist hann á minna en 5 sekúndum. Metið setti hann á kappakstursbraut í S-Frakklandi og er þetta alls ekki í fyrsta skiptið sem eigandi þess, Francois Gissy, þeysist um á slíku hjóli, en það hefur hann gert til margra ára. Athyglivert er að sjá Ferrari bíl reyna að halda í hann á brautinni en þessi öflugi bíll virkar eins og kjur við hliðina á hjólinu þrátt fyrir að nýta allt sitt afl.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent