Benz breytir nafnakerfi bíla sinna Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 13:38 Nýtt nafnakerfi Mercedes Benz. Frá og með 2015 árgerðum bíla Mercedes Benz mun nýtt nafnakerfi þeirra verða tekið í notkun. Þessi breyting lá í loftinu og hefur verið í bígerð hjá Benz í nokkurn tíma til samræmingar á sífjölgandi bílgerðum þýska lúxusbílaframleiðandans. Allir jeppar og jepplingar Mercedes Benz munu fá upphafsstafinn G og fá þriggja stafa heiti, nema Geländerwagen sem fær eingöngu stafinn G. Því breytist nafn ML-jeppans í GLE og GL-jeppinn fær stafina GLS. GLA, heldur nafni sínu en GLK jepplingurinn mun heita GLC. Roadster bílar Mercedes Benz breyta einnig um heiti og mun SLK bíllinn heita SLC. Aðrar bílgerðir verða með óbreytt nöfn. Þá hendir Mercedes Benz út viðbótarnöfnunum „BlueTEC“, „Electric Drive“, „CDI“ og „Plug-In Hybrid“ fyrir stafina c, d, e, f og h. Þar stendur c fyrir bensínbíl, d fyrir dísilbíl, e fyrir Electric Drive og Plug-In Hybrid, f fyrir Fuel Cell og h fyrir Hybrid. Því heitir t.d. bíllinn Mercedes Benz GLK250 BlueTEC eftir breytinguna GLC250d. Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent
Frá og með 2015 árgerðum bíla Mercedes Benz mun nýtt nafnakerfi þeirra verða tekið í notkun. Þessi breyting lá í loftinu og hefur verið í bígerð hjá Benz í nokkurn tíma til samræmingar á sífjölgandi bílgerðum þýska lúxusbílaframleiðandans. Allir jeppar og jepplingar Mercedes Benz munu fá upphafsstafinn G og fá þriggja stafa heiti, nema Geländerwagen sem fær eingöngu stafinn G. Því breytist nafn ML-jeppans í GLE og GL-jeppinn fær stafina GLS. GLA, heldur nafni sínu en GLK jepplingurinn mun heita GLC. Roadster bílar Mercedes Benz breyta einnig um heiti og mun SLK bíllinn heita SLC. Aðrar bílgerðir verða með óbreytt nöfn. Þá hendir Mercedes Benz út viðbótarnöfnunum „BlueTEC“, „Electric Drive“, „CDI“ og „Plug-In Hybrid“ fyrir stafina c, d, e, f og h. Þar stendur c fyrir bensínbíl, d fyrir dísilbíl, e fyrir Electric Drive og Plug-In Hybrid, f fyrir Fuel Cell og h fyrir Hybrid. Því heitir t.d. bíllinn Mercedes Benz GLK250 BlueTEC eftir breytinguna GLC250d.
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent