Íslenskir ráðherrar sitja frekar í gegnum stormviðrið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. nóvember 2014 10:14 Gunnar Helgi Kristinsson segir að íslenskir ráðherrar sitji frekar í gegnum pólitískt stormviðri. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að íslenskir stjórnmálamenn ákveði frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum þá en kollegar þeirra erlendis. „Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra. Hér er það ekki nógu ljóst hver það er á að knýja þetta fram,“ segir Gunnar Helgi og heldur áfram: „Þetta er líklega skortur á hefð. Ég myndi segja að eðlilegasta reglan sé að annað hvort flokksformaður eða forsætisráðherra ættu að bera skýra ábyrgð. En strangt til tekið er það auðvitað þingflokkurinn sem velur ráðherra í flestum tilvikum, eða eitthvað sambærilegt apparat. Þannig að í forminu væri hægt að segja að það væri hans að taka þetta upp en í reynd virkar þetta hvergi þannig. Þetta virkar þannig að það er formaðurinn eða forsætisráðherrann sem ber ábyrgðina. Það er ekki hægt að búast við því að við fáum kerfi sem virkar nema að við lítum svo á.“ Gunnar Helgi segir að yfirleitt sé talað um tvenns konar áhrif ráðherra. „Það er hin lagalega ábyrgð sem er ansi skýr og einföld; hefur hann brotið lög eða ekki. Hér á landi er sérstakt kerfi til um lagalega ábyrgð ráðherra sem er Landsdómur. Hann er umdeilt fyrirbæri og kannski ekki skilvirkasta eða heppilegasta leiðin. En svo er pólitíska ábyrgðin, hún snýst bara um traust. Hún snýst um þetta; er hægt að ætlast til þess að umbjóðendur þínir hafi traust á þér? Í tilviki ráðherrans eru umbjóðendur annars vegar ríkisstjórnin og hins vegar flokkurinn hans. Oft í nágrannalöndum segja ráðherrar af sér því þeir vilja hlífa umbjóðendum sínum við neikvæðu umtali og einhverju slíku. Í því þarf ekki að fylgja að þeir játi sök eða neitt þvíumlíkt.“ Landsdómur Lekamálið Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að íslenskir stjórnmálamenn ákveði frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum þá en kollegar þeirra erlendis. „Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra. Hér er það ekki nógu ljóst hver það er á að knýja þetta fram,“ segir Gunnar Helgi og heldur áfram: „Þetta er líklega skortur á hefð. Ég myndi segja að eðlilegasta reglan sé að annað hvort flokksformaður eða forsætisráðherra ættu að bera skýra ábyrgð. En strangt til tekið er það auðvitað þingflokkurinn sem velur ráðherra í flestum tilvikum, eða eitthvað sambærilegt apparat. Þannig að í forminu væri hægt að segja að það væri hans að taka þetta upp en í reynd virkar þetta hvergi þannig. Þetta virkar þannig að það er formaðurinn eða forsætisráðherrann sem ber ábyrgðina. Það er ekki hægt að búast við því að við fáum kerfi sem virkar nema að við lítum svo á.“ Gunnar Helgi segir að yfirleitt sé talað um tvenns konar áhrif ráðherra. „Það er hin lagalega ábyrgð sem er ansi skýr og einföld; hefur hann brotið lög eða ekki. Hér á landi er sérstakt kerfi til um lagalega ábyrgð ráðherra sem er Landsdómur. Hann er umdeilt fyrirbæri og kannski ekki skilvirkasta eða heppilegasta leiðin. En svo er pólitíska ábyrgðin, hún snýst bara um traust. Hún snýst um þetta; er hægt að ætlast til þess að umbjóðendur þínir hafi traust á þér? Í tilviki ráðherrans eru umbjóðendur annars vegar ríkisstjórnin og hins vegar flokkurinn hans. Oft í nágrannalöndum segja ráðherrar af sér því þeir vilja hlífa umbjóðendum sínum við neikvæðu umtali og einhverju slíku. Í því þarf ekki að fylgja að þeir játi sök eða neitt þvíumlíkt.“
Landsdómur Lekamálið Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira