Tónlist

Meðlimir Sigur Rósar í góðu stuði með Jonathan Ross

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Meðlimir Sigur Rósar og Jonathan Ross.
Meðlimir Sigur Rósar og Jonathan Ross.
Hljómsveitin Sigur Rós tók við verðlaunum á hinum árlegu Lovie-verðlaunum í gærkvöldi sem besti flytjandi ársins. Á Lovie-verðlaununum er það besta á internetinu í Evrópu verðlaunað hverju sinni.

Í rökstuðningi fyrir valinu á Sigur Rós sem flytjanda ársins segir að hljómsveitin hafi staðið sig gríðarlega vel í að veita aðdáendum aðgang að öllu í heimi Sigur Rósar á internetinu. Þá er sérstaklega minnst á gagnvirka myndbandið #Stormur þar sem aðdáendum bauðst að senda inn sína túlkun á myndbandinu á Instagram til að hafa áhrif á myndbandið. Með þessu hafi Sigur Rós „lagt línurnar fyrir listamenn um heim allan.“

Það var breski sjónvarpsmaðurinn Jonathan Ross sem veitti Sigur Rós verðlaunin og birti sveitin mynd af sér með honum á Tumblr-síðu sinni.

What a moment Jonathan Ross is here to award Sigur Rós!

A photo posted by The Lovie Awards (@thelovieawards) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×