Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 11:00 Eftir dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir / GVA Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi til tveggja ára. Hann sagðist myndu una dóminum. Gísli Freyr játaði í gærkvöld að hafa lekið minniblaði úr innanríkisráðuneytinu í nóvember í fyrra. Minnisblaðið sneri að hælisleitandanum Tony Omos, eiginkonu Omos og annarri konu. Síðastliðið ár hefur Gísli ítrekað haldið fram sakleysi sínu og til stóð að aðalmeðferð í málinu færi fram í dag. Fjölmörg vitni voru boðuð en Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og starfsmenn ráðuneytisins voru þar á meðal. Í ljósi breyttrar afstöðu hans fór fyrirtaka fram í morgun. Embætti ríkissaksóknara lagði fram ný gögn í málinu á mánudag sem leiddu það í ljós að búið var að eiga við minnisblaðið áður en það var sent úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði að rannsóknin hefði leitt það í ljós að Gísli Freyr hefði bætt við setningum um að Tony Omos væri grunaður um mansal og að grunur léki á að unnusta hans væri fórnarlamb mansals. Gísli svaraði neitandi þegar dómari spurði hann í morgun hvort gögn þessi hefðu breytt afstöðu hans. Helgi Magnús taldi það þá ljóst að tilgangur Gísla með lekanum hafi verið til þess fallinn að hafa áhrif á umræðu um málefni hælisleitandans. Máli sínu til stuðnings vísaði hann í ummæli Gísla sem hann lét falla í Kastljósi í gær þess efnis að þegar umfjallanir um hælisleitendur eru annars vegar séu þær einhliða. Helgi Magnús vísaði þá í dóm sem féll í maí yfir Gunnari Andersen fyrir að miðla trúnaðargögnum til DV um alþingismanninn Guðlaug Þór Þórðarson. Gunnar var dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ólafur Garðarsson, verjandi Gísla Freys, sagði þá að í því máli hafi verið um að ræða hefnd og einskæran ásetning Gunnars. Það að Gísli hafi sent minnisblaðið til tveggja aðila hafi verið „skyndihugdetta“. Hann hefði ekki gert þetta til að hefna sín á nokkrum manni og ekki af einskærum ásetningi. Þá gagnrýndi Ólafur rannsókn lögreglu og að lögregla hefði haldið áfram rannsókn málsins eftir að búið var að gefa út ákæru. Hann sagði að í kjölfar gagna sem lögð voru fram af hálfu ákæruvaldinu hafi hann leitað til eins færasta tölusérfræðings landsins, sem starfar hjá Microsoft, að yfirfara skýrslu lögreglu. Hann hefði gefið skýrslunni falleinkunn og sagði að grunur um breytingar á skjölum séu á veikum grunni byggður. Lekamálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 „Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi til tveggja ára. Hann sagðist myndu una dóminum. Gísli Freyr játaði í gærkvöld að hafa lekið minniblaði úr innanríkisráðuneytinu í nóvember í fyrra. Minnisblaðið sneri að hælisleitandanum Tony Omos, eiginkonu Omos og annarri konu. Síðastliðið ár hefur Gísli ítrekað haldið fram sakleysi sínu og til stóð að aðalmeðferð í málinu færi fram í dag. Fjölmörg vitni voru boðuð en Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og starfsmenn ráðuneytisins voru þar á meðal. Í ljósi breyttrar afstöðu hans fór fyrirtaka fram í morgun. Embætti ríkissaksóknara lagði fram ný gögn í málinu á mánudag sem leiddu það í ljós að búið var að eiga við minnisblaðið áður en það var sent úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði að rannsóknin hefði leitt það í ljós að Gísli Freyr hefði bætt við setningum um að Tony Omos væri grunaður um mansal og að grunur léki á að unnusta hans væri fórnarlamb mansals. Gísli svaraði neitandi þegar dómari spurði hann í morgun hvort gögn þessi hefðu breytt afstöðu hans. Helgi Magnús taldi það þá ljóst að tilgangur Gísla með lekanum hafi verið til þess fallinn að hafa áhrif á umræðu um málefni hælisleitandans. Máli sínu til stuðnings vísaði hann í ummæli Gísla sem hann lét falla í Kastljósi í gær þess efnis að þegar umfjallanir um hælisleitendur eru annars vegar séu þær einhliða. Helgi Magnús vísaði þá í dóm sem féll í maí yfir Gunnari Andersen fyrir að miðla trúnaðargögnum til DV um alþingismanninn Guðlaug Þór Þórðarson. Gunnar var dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ólafur Garðarsson, verjandi Gísla Freys, sagði þá að í því máli hafi verið um að ræða hefnd og einskæran ásetning Gunnars. Það að Gísli hafi sent minnisblaðið til tveggja aðila hafi verið „skyndihugdetta“. Hann hefði ekki gert þetta til að hefna sín á nokkrum manni og ekki af einskærum ásetningi. Þá gagnrýndi Ólafur rannsókn lögreglu og að lögregla hefði haldið áfram rannsókn málsins eftir að búið var að gefa út ákæru. Hann sagði að í kjölfar gagna sem lögð voru fram af hálfu ákæruvaldinu hafi hann leitað til eins færasta tölusérfræðings landsins, sem starfar hjá Microsoft, að yfirfara skýrslu lögreglu. Hann hefði gefið skýrslunni falleinkunn og sagði að grunur um breytingar á skjölum séu á veikum grunni byggður.
Lekamálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 „Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42
Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08
Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02
Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15
Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57
„Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03
Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00
Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15
Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29