Fiat sendibílar með Ram merki í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 11:24 Ram ProMaster City. Fiat Chrysler Automobiles hefur nú hafið sölu á minni gerðum Fiat sendibíla í Bandaríkjunum undir merkjum Ram. Slíkir bílar eru í minni flokki sendibíla þar vestra og í ódýrari kantinum. Fiat bílarnir státa þó af mestu flutningsgetunni í flokknum. Fiat Doblo er markaðssettur vestanhafs sem Ram ProMaster City og nokkru stærri Fiat Ducato heitir Ram ProMaster. Minni sendibíllinn kostar aðeins 2,9 milljónir króna. Hann slær þó ekki við Nissan NV200 sendibílnum í verði en hann kostar aðeins 2,7 milljónir í Bandaríkjunum og Chevy City frá General Motors kostar einnig minna, eða 2,85 milljónir króna þar vestra. Fiat sendibílarnir eru með 178 hestafla 2,4 lítra vélar, þá öflugust í þessum stærðarflokki sendibíla. Eru þeir framleiddir í verksmiðjum Chrysler í Mexíkó. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent
Fiat Chrysler Automobiles hefur nú hafið sölu á minni gerðum Fiat sendibíla í Bandaríkjunum undir merkjum Ram. Slíkir bílar eru í minni flokki sendibíla þar vestra og í ódýrari kantinum. Fiat bílarnir státa þó af mestu flutningsgetunni í flokknum. Fiat Doblo er markaðssettur vestanhafs sem Ram ProMaster City og nokkru stærri Fiat Ducato heitir Ram ProMaster. Minni sendibíllinn kostar aðeins 2,9 milljónir króna. Hann slær þó ekki við Nissan NV200 sendibílnum í verði en hann kostar aðeins 2,7 milljónir í Bandaríkjunum og Chevy City frá General Motors kostar einnig minna, eða 2,85 milljónir króna þar vestra. Fiat sendibílarnir eru með 178 hestafla 2,4 lítra vélar, þá öflugust í þessum stærðarflokki sendibíla. Eru þeir framleiddir í verksmiðjum Chrysler í Mexíkó.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent