Öflugasti tvinnbíll í heimi Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 12:44 Ferrari LaFerrari. Ferrari, líkt og ofurbílaframleiðendurnir McLaren og Porsche, framleiðir ofuröflugan tvinnbíl og heitir hann LaFerrari. Hann er með 963 hestöfl í farteskinu sem koma frá bæði V12 vél og rafmótorum. Þar sem að Porsche 918 Spyder og McLaren P1 tvinnbílarnir eru fullt eins sprækir ef ekki sprækari á sprettinum en hann hefur Ferrari brugðið á það ráða að búa til LaFerrari XX sem er 1.050 hestöfl. Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl og McLaren P1 903 hestöfl, en nú er LaFerrari orðinn talsvert öflugri. Þessi aukahestöfl nú koma ekki frá stærri rafmótorum, heldur frá brunavélinni sem öðlast hefur auka 160 hestöfl. Fyrri gerð LaFerrari er 2,9 sekúndur í hundraðið en þessi nýi ætti að fara létt með að bæta þann tíma. LaFerrari XX verður ekki löglegur á götunum heldur er hann ætlaður á keppnisbrautum. Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Ferrari, líkt og ofurbílaframleiðendurnir McLaren og Porsche, framleiðir ofuröflugan tvinnbíl og heitir hann LaFerrari. Hann er með 963 hestöfl í farteskinu sem koma frá bæði V12 vél og rafmótorum. Þar sem að Porsche 918 Spyder og McLaren P1 tvinnbílarnir eru fullt eins sprækir ef ekki sprækari á sprettinum en hann hefur Ferrari brugðið á það ráða að búa til LaFerrari XX sem er 1.050 hestöfl. Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl og McLaren P1 903 hestöfl, en nú er LaFerrari orðinn talsvert öflugri. Þessi aukahestöfl nú koma ekki frá stærri rafmótorum, heldur frá brunavélinni sem öðlast hefur auka 160 hestöfl. Fyrri gerð LaFerrari er 2,9 sekúndur í hundraðið en þessi nýi ætti að fara létt með að bæta þann tíma. LaFerrari XX verður ekki löglegur á götunum heldur er hann ætlaður á keppnisbrautum.
Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira