Kvennalandsliðið í körfubolta fékk hæsta styrkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2014 14:20 Mynd/Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Eitt landsliðsverkefni og þrjár afrekskonur í íþróttum hlutu í dag styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2014. Afrekskonurnar fá fimm hundruð þúsund krónur hver og Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur eina milljón króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stjórn sjóðsins skipa þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 37 talsins. Þetta er tíunda úthlutun sjóðsins sem hefur nú úthlutað í heild 25 milljónum króna í styrki til afrekskvenna.Eftirtaldar íþróttakonur fá styrk að þessu sinni:Ingibjörg Erla Grétarsdóttir taekwondokona, 500.000. Ingibjörg Erla sem keppir fyrir Ungmennafélagið Selfoss hefur verið ein fremsta taekwondokona landsins um árabil þrátt fyrir ungan aldur. Ingibjörg Erla er margfaldur Íslands- og bikarmeistari og fjórum sinnum hefur hún hlotið nafnbótina Taekwondokona ársins. Ingibjörg Erla hefur 4x orðið Norðurlandameistari í grein sinni og náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum. Ingibjörg Erla er í Team Nordic sem er hópur fremstu taekwondo keppenda norðurlanda. Ingibjörg Erla keppti fyrir skemmstu á EM U21 og mun á komandi mánuðum taka þátt í alþjóðlegum mótum þar sem keppt er um stig sem gilda til þátttöku á Ólympíuleikum.Thelma Björg Björnsdóttir sundkona, 500.000. Thelma Björg keppir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Thelma Björg hefur náð eftirtektarverðum árangri á undanförnum árum. Thelma hefur sett rúmlega 175 Íslandsmet í 25 og 50 metra laug frá árinu 2010. Besta árangri sínum til þessa náði Thelma Björg á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Eindhoven 2014 þar sem hún náði í bronsverðlaun. Í fyrra náði Thelma Björg fimmta besta heimsárangri í 400 metra skriðsundi sem jafnframt var þriðji besti tími í Evrópu. Á næstu misserum eru framundan mörg alþjóðleg verkefni t.a.m. HM í sundi í Glasgow á næsta ári.Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona, 500.000 Vegna æfinga og keppni á komandi mánuðum. Hrafnhildur hefur verið ein fremsta sundkona landsins undanfarin ár. Besta árangri sínum til þessa náði hún á EM50 í sumar þar sem hún setti Íslandsmet og keppti í úrslitum í 50m. bringusundi þar sem hún náði 8. sæti. Í beinu framhaldi fór Hrafnhildur á heimsbikarmót í 25m laug í Doha, þar sló hún eigin Íslandsmet í 50 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur stundar nám í USA og mun æfa þar fram að Ólympíuleikum. Hrafnhildur hefur náð lágmörkum fyrir HM25 sem fram fer í Doha í desember.Körfuknattleikssamband Íslands, 1.000.000 vegna A landsliðs kvenna. Stúlknalandslið KKÍ náðu góðum árangri á árinu þegar 16 ára landsliðið varð norðurlandameistari og U18 náði besta árangri sem náðst hefur á EM í þeim aldursflokki. Landslið Íslands í körfuknattleik kvenna er aftur mætt til keppni eftir hlé. Landsliðið keppti á EM smáþjóða á árinu þar sem þær náðu 2. sæti. Með góðri frammistöðu á mótinu sýndu Íslensku stúlkurnar að þær eiga heima í keppni bestu liða Evrópu. Á næsta ári stendur mikið til þar sem landsliðið keppir á Smáþjóðaleikum á Íslandi í byrjun júní og tekur svo í beinu framhaldi þátt í undankeppni fyrir EM sem leikin verður í júní og júlí. Framundan er áframhaldandi uppbygging landsliðsstarfs kvenna með þeim góða efniviði sem er til staðar.Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Er nú verið að úthluta í ellefta sinn úr sjóðnum. Frjálsar íþróttir Íslenski körfuboltinn Sund Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Eitt landsliðsverkefni og þrjár afrekskonur í íþróttum hlutu í dag styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2014. Afrekskonurnar fá fimm hundruð þúsund krónur hver og Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur eina milljón króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stjórn sjóðsins skipa þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 37 talsins. Þetta er tíunda úthlutun sjóðsins sem hefur nú úthlutað í heild 25 milljónum króna í styrki til afrekskvenna.Eftirtaldar íþróttakonur fá styrk að þessu sinni:Ingibjörg Erla Grétarsdóttir taekwondokona, 500.000. Ingibjörg Erla sem keppir fyrir Ungmennafélagið Selfoss hefur verið ein fremsta taekwondokona landsins um árabil þrátt fyrir ungan aldur. Ingibjörg Erla er margfaldur Íslands- og bikarmeistari og fjórum sinnum hefur hún hlotið nafnbótina Taekwondokona ársins. Ingibjörg Erla hefur 4x orðið Norðurlandameistari í grein sinni og náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum. Ingibjörg Erla er í Team Nordic sem er hópur fremstu taekwondo keppenda norðurlanda. Ingibjörg Erla keppti fyrir skemmstu á EM U21 og mun á komandi mánuðum taka þátt í alþjóðlegum mótum þar sem keppt er um stig sem gilda til þátttöku á Ólympíuleikum.Thelma Björg Björnsdóttir sundkona, 500.000. Thelma Björg keppir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Thelma Björg hefur náð eftirtektarverðum árangri á undanförnum árum. Thelma hefur sett rúmlega 175 Íslandsmet í 25 og 50 metra laug frá árinu 2010. Besta árangri sínum til þessa náði Thelma Björg á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Eindhoven 2014 þar sem hún náði í bronsverðlaun. Í fyrra náði Thelma Björg fimmta besta heimsárangri í 400 metra skriðsundi sem jafnframt var þriðji besti tími í Evrópu. Á næstu misserum eru framundan mörg alþjóðleg verkefni t.a.m. HM í sundi í Glasgow á næsta ári.Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona, 500.000 Vegna æfinga og keppni á komandi mánuðum. Hrafnhildur hefur verið ein fremsta sundkona landsins undanfarin ár. Besta árangri sínum til þessa náði hún á EM50 í sumar þar sem hún setti Íslandsmet og keppti í úrslitum í 50m. bringusundi þar sem hún náði 8. sæti. Í beinu framhaldi fór Hrafnhildur á heimsbikarmót í 25m laug í Doha, þar sló hún eigin Íslandsmet í 50 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur stundar nám í USA og mun æfa þar fram að Ólympíuleikum. Hrafnhildur hefur náð lágmörkum fyrir HM25 sem fram fer í Doha í desember.Körfuknattleikssamband Íslands, 1.000.000 vegna A landsliðs kvenna. Stúlknalandslið KKÍ náðu góðum árangri á árinu þegar 16 ára landsliðið varð norðurlandameistari og U18 náði besta árangri sem náðst hefur á EM í þeim aldursflokki. Landslið Íslands í körfuknattleik kvenna er aftur mætt til keppni eftir hlé. Landsliðið keppti á EM smáþjóða á árinu þar sem þær náðu 2. sæti. Með góðri frammistöðu á mótinu sýndu Íslensku stúlkurnar að þær eiga heima í keppni bestu liða Evrópu. Á næsta ári stendur mikið til þar sem landsliðið keppir á Smáþjóðaleikum á Íslandi í byrjun júní og tekur svo í beinu framhaldi þátt í undankeppni fyrir EM sem leikin verður í júní og júlí. Framundan er áframhaldandi uppbygging landsliðsstarfs kvenna með þeim góða efniviði sem er til staðar.Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Er nú verið að úthluta í ellefta sinn úr sjóðnum.
Frjálsar íþróttir Íslenski körfuboltinn Sund Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira