Handbolti

Lærisveinar Arons áfram ósigraðir í Meistaradeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Kristjánsson glaður á hliðarlínunni.
Aron Kristjánsson glaður á hliðarlínunni. vísir/daníel
KIF Kolding Kaupmannahöfn heldur áfram velgengni sinni undir stjórn landsliðsþjálfarans Arons Kristjánssonar jafnt heima í Danmörku sem og í Meistaradeildinni.

Í kvöld vann liðið frábæran eins marks útisigur á firnasterku liði Wisla Plock í Póllandi, 29-28, og er liðið enn ósigrað í Meistaradeildinni.

Það er efst í B-riðli með níu stig eftir sigra á Wisla Plock, tyrkneska liðinu Besiktas, Alingsas frá Svíþjóð og Evrópumeisturum Flensburg. Þá gerði liðið jafntefli við stjörnum prýtt Barcelona.

Sænski leikstjórnandinn Lukas Karlsson var markahæstur hjá Danmerkurmeisturum KIF með sjö mörk og samlandi hans, stórskyttan Kim Andersson, skoraði fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×