Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - GAS Megas 43-16 | Lauflétt hjá Fram gegn Megas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2014 14:02 Ásta Birna Gunnarsdóttir með boltann í leiknum í kvöld. vísir/pjetur Fram vann risasigur, 43-16, á gríska liðinu GAS Megas Alexandros í fyrri leik liðanna í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Eins og lokatölurnar gefa til kynna hafði Fram ævintýralega yfirburði í leiknum, en gríska liðið er afar skammt á veg komið í handknattleiksíþróttinni.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Safamýri í dag og tók myndirnar sem sjá má í veislunni hér að ofan. Leikmenn Megas eru flestir barnungir - aðeins þrjár af tíu í leikmannahópi liðsins í dag eru fæddar fyrir 1994 - og þær áttu engin svör við leik Fram í kvöld. Þjálfari Megas, Georgios Gioulvanidis, var í miklum ham á hliðarlínunni og æsti sig yfir öllu og engu. Hann hefði þó betur brýnt grundvallarreglur íþróttarinnar fyrir sínum stúlkum sem höfðu t.a.m. lítinn áhuga á að gefa boltann á samherja sína, en reyndu þess í stað árangurslítið knattrak. Framkonur, sem sitja í toppsæti Olís-deildar kvenna, höfðu 18 marka forskot í fyrri hálfleik. Átján af þessum 27 mörkum komu eftir hraðaupphlaup þar sem þær Hekla Rún Ámundadóttir, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir og Marthe Sördal voru jafnan fyrsta fram. Þá varði Nadia Bordon 18 skot í fyrri hálfleik, eða 72% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Framkonur skoruðu hvert markið á fætur öðru eftir hraðaupphlaup og þær grísku áttu engin svör. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, leyfði öllum leikmönnum á skýrslu að spreyta sig, en Safamýrarliðið hafði þrátt fyrir það sömu yfirburði og áður. Fram vann að lokum 27 marka sigur, 43-16. Allir útileikmenn Fram nema ein komust á blað. Hekla Rún var þeirra markahæst með tíu mörk, Guðrún Þóra kom næst með átta og Marthe skoraði sjö. Nadia Bordon varði alls 23 skot (58%) í markinu og Hafdís Lilja Torfadóttir varði sex skot (55%) eftir að hún kom inn á um miðjan seinni hálfleik. Seinni leikurinn fer fram klukkan 16:00 á morgun.Stefán: Hann var miklu skemmtilegri en ég Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var að vonum sáttur með stórsigur sinna stelpna á gríska liðinu Megas í Áskorendakeppni Evrópu í Safamýrinni í kvöld. „Ég var mjög ánægður með einbeitinguna hjá mínu liði. Við erum mun betri en þetta lið. „Við spiluðum 3-3 vörn í fyrri hálfleik og fengum á okkur sjö mörk og bættum svo í í þeim seinni. Við héldum einbeitingu út allan leikinn,“ sagði Stefán sem var einnig ánægður með frammistöðu þeirra leikmanna sem komu af bekknum hjá Fram í kvöld, en allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í leiknum. „Við erum með fína breidd og það þurfa allir að fá að spila, sérstaklega í svona leikjum. Þær stóðu sig allar vel,“ bætti Stefán við, en hvað vill hann fá út úr seinni leiknum á morgun? „Ég vil bara það sama og í öllum leikjum, að við mætum 100% tilbúnar. Sama þótt maður sé með betra lið, þá á maður alltaf að bera virðingu fyrir andstæðingunum og við gerum það.“ Það var ólíkt meira fjör í Georgios Gioulvanidis, kollega Stefáns á gríska bekknum, en hann reifst og skammaðist allan leikinn, yfir öllu og engu. „Hann var miklu skemmtilegri en ég. Hann er skemmtikraftur og það var gaman að fylgjast með honum,“ sagði Stefán í léttum dúr að lokum.Stefán Arnarson á hliðarlínunni í dag.vísir/pjetur Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Fram vann risasigur, 43-16, á gríska liðinu GAS Megas Alexandros í fyrri leik liðanna í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Eins og lokatölurnar gefa til kynna hafði Fram ævintýralega yfirburði í leiknum, en gríska liðið er afar skammt á veg komið í handknattleiksíþróttinni.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Safamýri í dag og tók myndirnar sem sjá má í veislunni hér að ofan. Leikmenn Megas eru flestir barnungir - aðeins þrjár af tíu í leikmannahópi liðsins í dag eru fæddar fyrir 1994 - og þær áttu engin svör við leik Fram í kvöld. Þjálfari Megas, Georgios Gioulvanidis, var í miklum ham á hliðarlínunni og æsti sig yfir öllu og engu. Hann hefði þó betur brýnt grundvallarreglur íþróttarinnar fyrir sínum stúlkum sem höfðu t.a.m. lítinn áhuga á að gefa boltann á samherja sína, en reyndu þess í stað árangurslítið knattrak. Framkonur, sem sitja í toppsæti Olís-deildar kvenna, höfðu 18 marka forskot í fyrri hálfleik. Átján af þessum 27 mörkum komu eftir hraðaupphlaup þar sem þær Hekla Rún Ámundadóttir, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir og Marthe Sördal voru jafnan fyrsta fram. Þá varði Nadia Bordon 18 skot í fyrri hálfleik, eða 72% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Framkonur skoruðu hvert markið á fætur öðru eftir hraðaupphlaup og þær grísku áttu engin svör. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, leyfði öllum leikmönnum á skýrslu að spreyta sig, en Safamýrarliðið hafði þrátt fyrir það sömu yfirburði og áður. Fram vann að lokum 27 marka sigur, 43-16. Allir útileikmenn Fram nema ein komust á blað. Hekla Rún var þeirra markahæst með tíu mörk, Guðrún Þóra kom næst með átta og Marthe skoraði sjö. Nadia Bordon varði alls 23 skot (58%) í markinu og Hafdís Lilja Torfadóttir varði sex skot (55%) eftir að hún kom inn á um miðjan seinni hálfleik. Seinni leikurinn fer fram klukkan 16:00 á morgun.Stefán: Hann var miklu skemmtilegri en ég Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var að vonum sáttur með stórsigur sinna stelpna á gríska liðinu Megas í Áskorendakeppni Evrópu í Safamýrinni í kvöld. „Ég var mjög ánægður með einbeitinguna hjá mínu liði. Við erum mun betri en þetta lið. „Við spiluðum 3-3 vörn í fyrri hálfleik og fengum á okkur sjö mörk og bættum svo í í þeim seinni. Við héldum einbeitingu út allan leikinn,“ sagði Stefán sem var einnig ánægður með frammistöðu þeirra leikmanna sem komu af bekknum hjá Fram í kvöld, en allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í leiknum. „Við erum með fína breidd og það þurfa allir að fá að spila, sérstaklega í svona leikjum. Þær stóðu sig allar vel,“ bætti Stefán við, en hvað vill hann fá út úr seinni leiknum á morgun? „Ég vil bara það sama og í öllum leikjum, að við mætum 100% tilbúnar. Sama þótt maður sé með betra lið, þá á maður alltaf að bera virðingu fyrir andstæðingunum og við gerum það.“ Það var ólíkt meira fjör í Georgios Gioulvanidis, kollega Stefáns á gríska bekknum, en hann reifst og skammaðist allan leikinn, yfir öllu og engu. „Hann var miklu skemmtilegri en ég. Hann er skemmtikraftur og það var gaman að fylgjast með honum,“ sagði Stefán í léttum dúr að lokum.Stefán Arnarson á hliðarlínunni í dag.vísir/pjetur
Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira