Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á mánudag, þriðju vikuna í röð. Tæplega tvö þúsund hafa boðað komu sína á mótmælin á Facebook. Líkt og í síðustu viku er það samtökin Jæja sem standa fyrir mótmælunum en fyrstu mótmælin voru skipulögð af tónlistarmanninum Svavari Knút.
Að þessu sinni ætlar mótmælafundurinn að krefjast þess að stjórnmálamenn sýni samhygð og axli ábyrgð, að því er segir um viðburðinn á Facebook. Mótmælin eru boðið undir fyrirsögninni „Jæja, Hanna Birna!“.
Auk þess segir á síðunni að reiði sé í samfélaginu. „Það þarf að „leiðrétta“ allt samfélagið og byrja á grunnstoðum landsins! Það er reiði í samfélaginu sem þarf að finna farveg og ríkisstjórnin þarf að taka mark á henni og hlusta,“ segir á síðunni.
Boða til mótmæla þriðju vikuna í röð
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
![Svavar Knútur boðaði til fyrstu mótmælanna.](https://www.visir.is/i/2C3BFD2A83DFB029073E6CC8CC59AD06E802522CE70D42DD93DFD753EF01E4EC_713x0.jpg)