Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 28-28 | Sanngjörn niðurstaða í toppslagnum Ingvi Þór Sæmundsson í N1-höllinni að Varmá skrifar 17. nóvember 2014 14:12 Kári Kristján Kristjánsson og skeggið hans fara inn af línunni. vísir/stefán Afturelding og Valur skildu jöfn, 28-28, í N1-höllinni í Mosfellsbæ í kvöld í uppgjöri efstu liðanna í Olís-deild karla í handbolta. Leikurinn var frábær skemmtun, vel spilaður og jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða. Liðin eru því enn efst og jöfn í Olís-deildinni, með 16 stig eftir 11 umferðir. Eftir heldur rýra uppskeru í síðustu fjórum leikjum sínum (þrjú stig) komu liðsmenn Aftureldingar ákveðnir til leiks í kvöld. Vörnin var sterk og sóknarleikurinn gekk betur en í undanförnum leikjum. Böðvar Páll Ásgeirsson var öflugur, jafnt í vörn sem sókn, en hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik, tvö þeirra eftir hraðaupphlaup. Jóhann Gunnar Einarsson var sömuleiðis góður, hann skoraði fjögur mörk í hálfleiknum og gaf auk þess nokkrar fallegar stoðsendingar, m.a. á línumanninn Ágúst Birgisson sem skoraði þrjú mörk úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu þrisvar sinnum fimm marka forystu í fyrri hálfleiknum, en þeir náðu aldrei að slíta sig frá Valsliðinu sem hefur oftast spilað betur en fyrstu 30 mínútur leiksins. Vörn Valsmanna var götótt og þá náði Stephen Nielsen sér ekki á strik í markinu. Honum var skipt af velli um miðjan fyrri hálfleik og í hans stað kom Kristján Ingi Kristjánsson. Og það var kannski helst honum að þakka að Valsmenn voru ekki meira en þremur mörkum undir í leikhléi, 15-12. Framan af seinni hálfleik breyttist lítið. Heimamenn héldu Valsmönnum í þægilegri fjarlægð og voru jafnan þremur mörkum yfir. En í stöðunni 21-18, þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum, tóku gestirnir við sér. Þeir skoruðu fimm mörk gegn einu og náðu forystunni í fyrsta sinn í leiknum þegar Elvar Friðriksson skoraði þegar 11 mínútur voru eftir. Við tóku spennandi lokamínútur, þar sem Valsmenn voru m.a. þremur mönnum færri á tímabili. Liðin skiptust á að skora, en það var Bjartur Guðmundsson sem skoraði lokamark leiksins þegar hann jafnaði fyrir Val í 28-28. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn á lokamínútunni, en allt kom fyrir. Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik. Kári Kristján Kristjánsson átti stórleik í liði Vals, líkt og gegn ÍR í síðustu umferð. Landsliðsmaðurinn skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum og var markahæstur gestanna. Guðmundur Hólmar Helgason kom næstur með sex mörk. Böðvar Páll var sem áður sagði öflugur í liði Aftureldingar, sérstaklega fyrstu 40 mínútur leiksins. Örn Ingi Bjarkason átti sömuleiðis góðan leik, líkt og Jóhann Gunnar og Ágúst.Jóhann Gunnar Einarsson undirbýr skot.vísir/stefánEinar Andri: Besti sóknarleikur sem við höfum sýnt í vetur Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var nokkuð sáttur að leik Mosfellinga og Vals loknum, en liðin skildu jöfn 28-28 í skemmtilegum leik. Afturelding var þremur mörkum yfir í leikhléi, 15-12, en Einar var sérstaklega ánægður með spilamennskuna í fyrri hálfleik. „Við erum búnir að spila marga góða leiki og hálfleika, og við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og hefðum mátt vera með meiri forystu. Við vorum klaufar, hefðum getað komist sex mörkum yfir í hraðaupphlaupi, en það tókst ekki. „Ég var mjög ánægður með sóknarleikinn, þetta var besti sóknarleikur sem við höfum sýnt í vetur. Boltinn gekk vel, við sköpuðum mikið af færum en við vorum óheppnir að nýta þau ekki betur undir lokin. Við verðum að sætta okkur við eitt stig. „Mér fannst þetta vera frábær handboltaleikur og bæði lið spiluðu frábæran sóknarleik. Mér fannst það standa upp úr. Þetta var einn af bestu leikjunum í vetur,“ sagði Einar sem var ánægður með frammistöðu Böðvars Pál Ásgeirssonar og Gests Ólafs Ingvarssonar sem áttu góðan leik í liði Aftureldingar. „Böðvar má fara í skotin sín þegar það koma opnanir og hann hefur stigið vel upp og er alltaf að bæta sig. „Ég var líka gríðarlega ánægður með Gest í hægra horninu. Þetta er 18 ára strákur sem er að spila eins og algjör kóngur. Hann var ekki í hópnum í byrjun tímabils en hefur komið sterkur inn í meiðslum Árna Braga (Eyjólfssonar) og spilað frábærlega,“ sagði Einar að lokum.vísir/stefánGuðmundur: Getum bætt okkur á öllum sviðum Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Vals, vildi frekar líta á stigið sem Valur fékk gegn Aftureldingu sem unnið, frekar en tapað. „Þetta var frekar unnið stig. Gott stig á mjög erfiðum útivelli. „Varnarlega áttum við langt í land, nánast allan leikinn, og við vorum staðir í sóknarleiknum í fyrri hálfleik. „Við áttum mikið inni eftir fyrri hálfleikinn og bættum okkur í seinni hálfleik, vorum ákveðnari í sókninni og grimmari í vörninni. „En við getum bætt okkur á öllum sviðum,“ sagði Guðmundur sem kvaðst ánægður með uppskeru tímabilsins hingað til, en Valsmenn eru á toppi Olís-deildarinnar ásamt Aftureldingu. „Ég að mörgu leyti sáttur við okkar stöðu, bæði varðandi stig og hvert við erum komnir í spilamennsku og þróun liðsins,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Afturelding og Valur skildu jöfn, 28-28, í N1-höllinni í Mosfellsbæ í kvöld í uppgjöri efstu liðanna í Olís-deild karla í handbolta. Leikurinn var frábær skemmtun, vel spilaður og jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða. Liðin eru því enn efst og jöfn í Olís-deildinni, með 16 stig eftir 11 umferðir. Eftir heldur rýra uppskeru í síðustu fjórum leikjum sínum (þrjú stig) komu liðsmenn Aftureldingar ákveðnir til leiks í kvöld. Vörnin var sterk og sóknarleikurinn gekk betur en í undanförnum leikjum. Böðvar Páll Ásgeirsson var öflugur, jafnt í vörn sem sókn, en hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik, tvö þeirra eftir hraðaupphlaup. Jóhann Gunnar Einarsson var sömuleiðis góður, hann skoraði fjögur mörk í hálfleiknum og gaf auk þess nokkrar fallegar stoðsendingar, m.a. á línumanninn Ágúst Birgisson sem skoraði þrjú mörk úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu þrisvar sinnum fimm marka forystu í fyrri hálfleiknum, en þeir náðu aldrei að slíta sig frá Valsliðinu sem hefur oftast spilað betur en fyrstu 30 mínútur leiksins. Vörn Valsmanna var götótt og þá náði Stephen Nielsen sér ekki á strik í markinu. Honum var skipt af velli um miðjan fyrri hálfleik og í hans stað kom Kristján Ingi Kristjánsson. Og það var kannski helst honum að þakka að Valsmenn voru ekki meira en þremur mörkum undir í leikhléi, 15-12. Framan af seinni hálfleik breyttist lítið. Heimamenn héldu Valsmönnum í þægilegri fjarlægð og voru jafnan þremur mörkum yfir. En í stöðunni 21-18, þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum, tóku gestirnir við sér. Þeir skoruðu fimm mörk gegn einu og náðu forystunni í fyrsta sinn í leiknum þegar Elvar Friðriksson skoraði þegar 11 mínútur voru eftir. Við tóku spennandi lokamínútur, þar sem Valsmenn voru m.a. þremur mönnum færri á tímabili. Liðin skiptust á að skora, en það var Bjartur Guðmundsson sem skoraði lokamark leiksins þegar hann jafnaði fyrir Val í 28-28. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn á lokamínútunni, en allt kom fyrir. Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik. Kári Kristján Kristjánsson átti stórleik í liði Vals, líkt og gegn ÍR í síðustu umferð. Landsliðsmaðurinn skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum og var markahæstur gestanna. Guðmundur Hólmar Helgason kom næstur með sex mörk. Böðvar Páll var sem áður sagði öflugur í liði Aftureldingar, sérstaklega fyrstu 40 mínútur leiksins. Örn Ingi Bjarkason átti sömuleiðis góðan leik, líkt og Jóhann Gunnar og Ágúst.Jóhann Gunnar Einarsson undirbýr skot.vísir/stefánEinar Andri: Besti sóknarleikur sem við höfum sýnt í vetur Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var nokkuð sáttur að leik Mosfellinga og Vals loknum, en liðin skildu jöfn 28-28 í skemmtilegum leik. Afturelding var þremur mörkum yfir í leikhléi, 15-12, en Einar var sérstaklega ánægður með spilamennskuna í fyrri hálfleik. „Við erum búnir að spila marga góða leiki og hálfleika, og við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og hefðum mátt vera með meiri forystu. Við vorum klaufar, hefðum getað komist sex mörkum yfir í hraðaupphlaupi, en það tókst ekki. „Ég var mjög ánægður með sóknarleikinn, þetta var besti sóknarleikur sem við höfum sýnt í vetur. Boltinn gekk vel, við sköpuðum mikið af færum en við vorum óheppnir að nýta þau ekki betur undir lokin. Við verðum að sætta okkur við eitt stig. „Mér fannst þetta vera frábær handboltaleikur og bæði lið spiluðu frábæran sóknarleik. Mér fannst það standa upp úr. Þetta var einn af bestu leikjunum í vetur,“ sagði Einar sem var ánægður með frammistöðu Böðvars Pál Ásgeirssonar og Gests Ólafs Ingvarssonar sem áttu góðan leik í liði Aftureldingar. „Böðvar má fara í skotin sín þegar það koma opnanir og hann hefur stigið vel upp og er alltaf að bæta sig. „Ég var líka gríðarlega ánægður með Gest í hægra horninu. Þetta er 18 ára strákur sem er að spila eins og algjör kóngur. Hann var ekki í hópnum í byrjun tímabils en hefur komið sterkur inn í meiðslum Árna Braga (Eyjólfssonar) og spilað frábærlega,“ sagði Einar að lokum.vísir/stefánGuðmundur: Getum bætt okkur á öllum sviðum Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Vals, vildi frekar líta á stigið sem Valur fékk gegn Aftureldingu sem unnið, frekar en tapað. „Þetta var frekar unnið stig. Gott stig á mjög erfiðum útivelli. „Varnarlega áttum við langt í land, nánast allan leikinn, og við vorum staðir í sóknarleiknum í fyrri hálfleik. „Við áttum mikið inni eftir fyrri hálfleikinn og bættum okkur í seinni hálfleik, vorum ákveðnari í sókninni og grimmari í vörninni. „En við getum bætt okkur á öllum sviðum,“ sagði Guðmundur sem kvaðst ánægður með uppskeru tímabilsins hingað til, en Valsmenn eru á toppi Olís-deildarinnar ásamt Aftureldingu. „Ég að mörgu leyti sáttur við okkar stöðu, bæði varðandi stig og hvert við erum komnir í spilamennsku og þróun liðsins,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira