Ómar Ragnarsson fer í gegnum þvottastöð Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2014 17:25 Skemmtileg myndbandakeppni stendur nú yfir hjá Löðri þar sem ein milljón króna er í verðlaun fyrir besta myndbandið. Það er ekki að spyrja að óskabarni þjóðarinnar og spéfuglinum Ómari Ragnarssyni en hann lét sig hafa það að fara í gegnum þvottastöðina á opnum smábíl og þvær sem gaumgæfilega sjálfur í leiðinni. Á meðan á þvottinum stóð var 5 stiga frost úti og líklega inni þvottastöðinni líka svo Ómari hefur vafalaust orðið nokkuð kalt, en hann lætur ekki svoleiðis smáræði stöðva sig í að skemmta þjóðinni, sem fyrr. Þessi gjörningur Ómars er heldur ekki hættulaus því ekki er gert ráð fyrir því að fólk fari í gegnum stöðina með háþrýstiþvotti, sem þarna dynur á Ómari. Hann verður einnig fyrir gusum af Rain-X, svo nú er líklega erfitt að ná tökum á Ómari og enn erfiðara þar sem þvottinum lauk með bónmeðferð. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent
Skemmtileg myndbandakeppni stendur nú yfir hjá Löðri þar sem ein milljón króna er í verðlaun fyrir besta myndbandið. Það er ekki að spyrja að óskabarni þjóðarinnar og spéfuglinum Ómari Ragnarssyni en hann lét sig hafa það að fara í gegnum þvottastöðina á opnum smábíl og þvær sem gaumgæfilega sjálfur í leiðinni. Á meðan á þvottinum stóð var 5 stiga frost úti og líklega inni þvottastöðinni líka svo Ómari hefur vafalaust orðið nokkuð kalt, en hann lætur ekki svoleiðis smáræði stöðva sig í að skemmta þjóðinni, sem fyrr. Þessi gjörningur Ómars er heldur ekki hættulaus því ekki er gert ráð fyrir því að fólk fari í gegnum stöðina með háþrýstiþvotti, sem þarna dynur á Ómari. Hann verður einnig fyrir gusum af Rain-X, svo nú er líklega erfitt að ná tökum á Ómari og enn erfiðara þar sem þvottinum lauk með bónmeðferð.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent