Búist er við stormi á Vestfjörðum í dag en norðvestan- og vestanlands á morgun. Samkvæmt spá Veðurstofunnar mun meðalvindhraði ná upp í rúmlega tuttugu metra á sekúndu.
Í dag má búast við gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni vestur af eldstöðvunum. Fólk gæti orðið vart við mengun í uppsveitum Suðurlands, við Faxaflóa, Breiðafjörð og jafnvel á sunnanverðum Húnaflóa um tíma fyrripartinn. Á morgun berst mengunin hins vegar til suðvesturs og gæti orðið vart við hana á svæði sem afmarkast af Þingvallavatni í vestri og Skaftafelli í austri.
Búist við stormi vestanlands um helgina
Bjarki Ármannsson skrifar
