Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Anton Ingi Leifsson skrifar 2. nóvember 2014 16:09 Arnór Atlason skoraði eitt mark gegn Ísrael. vísir/vilhelm Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016 í handbolta, en Svartfjallaland vann með minnsta mun 25-24. Íslenska liðið spilaði alls ekki sinn besta bolta og hefur oft spilað betur, en varnar- og sóknarleikurinn var ekki til að hrópa húrra fyrir. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega Alexander Petersson, en staðan eftir fjórar mínútur var 4-1 fyrir Ísland og Alexander búinn að skora öll fjögur mörkin. Þá vöknuðu hins vegar heimammenn og eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 6-6. Leikurinn var kaflaskiptur og íslenska liðið skoraði ekki á ellefu mínútna kafla um miðbik hálfleiksins. Varnarleikurinn var ekki öflugur og liðið fékk ekki eins mörg hraðaupphlaup og það hefði kosið. Liðin héldust þó nánast í hendur út hálfleikinn, en þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimamenn með tveimur mörkum; 14-12. Heimamenn héldu uppteknum hætti og byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og voru komnir með fimm marka forystu eftir átta mínútur í þeim síðar, 18-13. Þá fór Björgvin Hólmgeirsson að koma meira inn í leik Íslands og pilturinn stóð sig vel; skoraði tvö mörk og mataði félaga sína. Þegar átta mínútur voru eftir var útlitið ekki bjart. Vuko Borozan skoraði sitt níunda mark og kom Svartfellingum í 24-20. Þá komu hins vegar þrjú íslensk mörk í röð og munurinn skyndilega orðin eitt mark. Guðjón Valur fékk svo dauðafæri í stöðunni 24-23 til að jafna metin en Vuko Borilovic sá við honum. Ísland fékk síðustu sóknina í leiknum, en þá var staðan 25-24. Arnór Atlason geystist með boltann upp, fann engan samherja og varð því að skjóta, en heimamenn náðu að kasta sér fyrir boltann og leiktíminn rann út. Lokatölur eins marks sigur Svartfjallalands 25-24 og fögnuður þeirra var ógurlegur. Alexander Petersson hafði heldur betur jafnað sig af veikindunum og var langbesti maður Íslands í dag, en hann skoraði átta mörk. Alexander átti sérstaklega góðan fyrri hálfleik. Varnarleikur Íslands var ekki nægilega góður í dag. Svartfjallaland er með stóra og stæðilega leikmenn sem gátu oftar en ekki stillt sér upp fyrir utan og þrumað boltanum í netið án teljandi vandræða. Í sóknarleiknum gerðu okkar menn svo of mörg mistök sem urðu til þess leiðandi að ekki náðist í stig í Bar. Næsti leikur Íslands er í apríl á næsta ári, en þá mætir lið Serbíu. Serbía vann Svartfjallaland í fyrstu umferðinni og ljóst að leikurinn gegn Serbíu verður þungt próf fyrir okkar menn. Íslenski handboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016 í handbolta, en Svartfjallaland vann með minnsta mun 25-24. Íslenska liðið spilaði alls ekki sinn besta bolta og hefur oft spilað betur, en varnar- og sóknarleikurinn var ekki til að hrópa húrra fyrir. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega Alexander Petersson, en staðan eftir fjórar mínútur var 4-1 fyrir Ísland og Alexander búinn að skora öll fjögur mörkin. Þá vöknuðu hins vegar heimammenn og eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 6-6. Leikurinn var kaflaskiptur og íslenska liðið skoraði ekki á ellefu mínútna kafla um miðbik hálfleiksins. Varnarleikurinn var ekki öflugur og liðið fékk ekki eins mörg hraðaupphlaup og það hefði kosið. Liðin héldust þó nánast í hendur út hálfleikinn, en þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimamenn með tveimur mörkum; 14-12. Heimamenn héldu uppteknum hætti og byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og voru komnir með fimm marka forystu eftir átta mínútur í þeim síðar, 18-13. Þá fór Björgvin Hólmgeirsson að koma meira inn í leik Íslands og pilturinn stóð sig vel; skoraði tvö mörk og mataði félaga sína. Þegar átta mínútur voru eftir var útlitið ekki bjart. Vuko Borozan skoraði sitt níunda mark og kom Svartfellingum í 24-20. Þá komu hins vegar þrjú íslensk mörk í röð og munurinn skyndilega orðin eitt mark. Guðjón Valur fékk svo dauðafæri í stöðunni 24-23 til að jafna metin en Vuko Borilovic sá við honum. Ísland fékk síðustu sóknina í leiknum, en þá var staðan 25-24. Arnór Atlason geystist með boltann upp, fann engan samherja og varð því að skjóta, en heimamenn náðu að kasta sér fyrir boltann og leiktíminn rann út. Lokatölur eins marks sigur Svartfjallalands 25-24 og fögnuður þeirra var ógurlegur. Alexander Petersson hafði heldur betur jafnað sig af veikindunum og var langbesti maður Íslands í dag, en hann skoraði átta mörk. Alexander átti sérstaklega góðan fyrri hálfleik. Varnarleikur Íslands var ekki nægilega góður í dag. Svartfjallaland er með stóra og stæðilega leikmenn sem gátu oftar en ekki stillt sér upp fyrir utan og þrumað boltanum í netið án teljandi vandræða. Í sóknarleiknum gerðu okkar menn svo of mörg mistök sem urðu til þess leiðandi að ekki náðist í stig í Bar. Næsti leikur Íslands er í apríl á næsta ári, en þá mætir lið Serbíu. Serbía vann Svartfjallaland í fyrstu umferðinni og ljóst að leikurinn gegn Serbíu verður þungt próf fyrir okkar menn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjá meira