Formúlu 1 bílar 9 sekúndum seinni en fyrir 10 árum Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 09:40 Hægt hefur verulega á Formúlu 1 bílum á sl. 10 árum. Strangar reglur um sprengirými, dekk, loftflæði bílanna og aðstoðarkerfi í Formúlu 1 bílum hefur gert þá mun hægari en fyrir 10 árum. Þegar samanburður er gerður á tíma bílanna árið 2004 og á yfirstandandi tímabili kemur í ljós að miklu munar. Formúlu 1 bíll fór hringinn í Sepang brautinni á 1:34,223 árið 2004 en á 1:43,066 í ár. Þar munar um 9 sekúndum. Í ástralska kappakstrinum náðist 1:24,125 mínútna tími árið 2004 en aðeins 1:32,478 í ár og munar þar 8 sekúndum. Munurinn er minnstur í Mónakókappakstrinum en þar fór sneggsti bíll hringinn á 1:14,439 árið 2004 en á 1:18,479 í ár. Þar munar þó aðeins 4 sekúndum. Keppnisbíll Ferrari árið 2004 var með 10 strokka vél og drottnaði sá bíll yfir keppnistímabilinu þá. Nú eru vélar Formúlu 1 bíla með sex strokka vélum og ná mest 800 hestöflum úr þeim, en enginn séns er að ná sambærilegum tímum á þeim en með stóru vélunum fyrir 10 árum. Finnst sumum þetta súrt í broti og að regluverk keppninnar sé of strangt. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent
Strangar reglur um sprengirými, dekk, loftflæði bílanna og aðstoðarkerfi í Formúlu 1 bílum hefur gert þá mun hægari en fyrir 10 árum. Þegar samanburður er gerður á tíma bílanna árið 2004 og á yfirstandandi tímabili kemur í ljós að miklu munar. Formúlu 1 bíll fór hringinn í Sepang brautinni á 1:34,223 árið 2004 en á 1:43,066 í ár. Þar munar um 9 sekúndum. Í ástralska kappakstrinum náðist 1:24,125 mínútna tími árið 2004 en aðeins 1:32,478 í ár og munar þar 8 sekúndum. Munurinn er minnstur í Mónakókappakstrinum en þar fór sneggsti bíll hringinn á 1:14,439 árið 2004 en á 1:18,479 í ár. Þar munar þó aðeins 4 sekúndum. Keppnisbíll Ferrari árið 2004 var með 10 strokka vél og drottnaði sá bíll yfir keppnistímabilinu þá. Nú eru vélar Formúlu 1 bíla með sex strokka vélum og ná mest 800 hestöflum úr þeim, en enginn séns er að ná sambærilegum tímum á þeim en með stóru vélunum fyrir 10 árum. Finnst sumum þetta súrt í broti og að regluverk keppninnar sé of strangt.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent