Tesla Model X frestast enn Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2014 08:59 Tesla Model X er með vængjahurðum. Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur frestað útkomu hins nýja fjórhjóladrifna Tesla Model X og verður hann ekki kynntur til leiks fyrr en á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tesla frestar útkomu bílsins, en hann var fyrst kynntur sem hugmyndabíll árið 2012. Upphaflega stóð til að Model X kæmi á markað árið 2013, síðan frestað til fyrri hluta 2014, síðan til loka þess árs og nú til þriðja hluta næsta árs. Tesla segir að ástæða frestunarinnar sé að fyrirtækið vilji gera bílinn sem best úr garði og sé í raun að afsala sér miklum tekjum á meðan, en fyrir öllu sé að koma á markað með fullkomna vöru sem kaupendur verði mjög ánægðir með. Í leiðinni greindi Tesla frá 7.785 bíla sölu á 3. ársfjórðungi þessa árs og áætlaðri 33.000 bíla heildarsölu á árinu. Tekjur Tesla á síðasta ársfjórðungi var 104 milljarðar króna en ríflega 9 milljarða tap var á rekstri þess þessa 3 mánuði. Tvöfaldaðist tapið frá fyrra ári. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur frestað útkomu hins nýja fjórhjóladrifna Tesla Model X og verður hann ekki kynntur til leiks fyrr en á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tesla frestar útkomu bílsins, en hann var fyrst kynntur sem hugmyndabíll árið 2012. Upphaflega stóð til að Model X kæmi á markað árið 2013, síðan frestað til fyrri hluta 2014, síðan til loka þess árs og nú til þriðja hluta næsta árs. Tesla segir að ástæða frestunarinnar sé að fyrirtækið vilji gera bílinn sem best úr garði og sé í raun að afsala sér miklum tekjum á meðan, en fyrir öllu sé að koma á markað með fullkomna vöru sem kaupendur verði mjög ánægðir með. Í leiðinni greindi Tesla frá 7.785 bíla sölu á 3. ársfjórðungi þessa árs og áætlaðri 33.000 bíla heildarsölu á árinu. Tekjur Tesla á síðasta ársfjórðungi var 104 milljarðar króna en ríflega 9 milljarða tap var á rekstri þess þessa 3 mánuði. Tvöfaldaðist tapið frá fyrra ári.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent