Ásta og Baldur akstursíþróttamenn ársins Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2014 11:25 Rallýkeppni á Íslandi. Á lokahófi akstursíþróttamanna sem haldið var á Sjallanum á Akureyri síðastliðna helgi voru kosnir akstursíþróttamenn ársins 2014 og kom það í hlut Ástu Sigurðardóttur í kvennaflokki og Baldurs Haraldssonar í karlaflokki. Þrátt fyrir ungan aldur Ástu, en hún er 25 ára, á hún glæstan feril sem rallökumaður. Hún fagnaði til að mynda sigri með bróður sínum í sinni fyrstu keppni sinni árið 2006. Bæði það ár og á því næsta varð hún Íslandsmeistari í rallakstri en líklega er stærsti sigur Ástu í mótaröð sem ber nafnið Evo Challenge í Bretlandi árið 2009. Baldur hefur lengi verið viðloðandi akstursíþróttir og keppti fyrst árið 1990 í ísakstri í Skagafirði. Hann er ekki einhamur þegar kemur að akstursíþróttum og hefur keppt í ralli, rallíkrossi, mótorkrossi, torfæru, ísakstri og torfæru. Hann er núverandi Íslandsmeistari í rallakstri og náði þeim athygliverða árangri í sumar að skila bíl sínum í mark í hverri einustu keppni stráheilum. Er slíkt víst einsdæmi. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent
Á lokahófi akstursíþróttamanna sem haldið var á Sjallanum á Akureyri síðastliðna helgi voru kosnir akstursíþróttamenn ársins 2014 og kom það í hlut Ástu Sigurðardóttur í kvennaflokki og Baldurs Haraldssonar í karlaflokki. Þrátt fyrir ungan aldur Ástu, en hún er 25 ára, á hún glæstan feril sem rallökumaður. Hún fagnaði til að mynda sigri með bróður sínum í sinni fyrstu keppni sinni árið 2006. Bæði það ár og á því næsta varð hún Íslandsmeistari í rallakstri en líklega er stærsti sigur Ástu í mótaröð sem ber nafnið Evo Challenge í Bretlandi árið 2009. Baldur hefur lengi verið viðloðandi akstursíþróttir og keppti fyrst árið 1990 í ísakstri í Skagafirði. Hann er ekki einhamur þegar kemur að akstursíþróttum og hefur keppt í ralli, rallíkrossi, mótorkrossi, torfæru, ísakstri og torfæru. Hann er núverandi Íslandsmeistari í rallakstri og náði þeim athygliverða árangri í sumar að skila bíl sínum í mark í hverri einustu keppni stráheilum. Er slíkt víst einsdæmi.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent