Ósáttur við frekjuna í hyskinu á landsbyggðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2014 17:36 "Og það væri landhreinsun fyrir okkur við Faxaflóann að losna við ríkisstjórnina og ráðuneytin og það. Good riddance!“ Vísir/GVA Einar Kárason, rithöfundur og Reykvíkingur, er allt annað en sáttur við umræðuna um Reykjavíkurflugvöll. Hann hafi búið í nágrenni við flugvöllinn í áratugi og hafi alls ekki vondar tilfinningar í hans garð. „En frekjan í hyskinu af landsbyggðinni sem heimtar að fá að stjórna nærumhverfi okkar sem hér búum er svo yfirgengileg að mér finnst að við ættum segja þeim að gjöra svo vel að gera Þórshöfn á Langanesi að höfuðborg (eða hvaða þorp sem þeir kjósa),“ segir Einar í opinni færslu á Fésbókinni. Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins lögðu á fimmtudag fram frumvarp á Alþingi um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skipulagsvald yfir flugvellinum verði flutt frá borginni og til Alþingis. „Þótt Reykjavíkurflugvöllur sé staðsettur í miðborg Reykjavíkur er hann eftir sem áður flugvöllur þjóðarinnar allrar," segir í greinargerðinni með frumvarpinu.. „Til þess stendur pólitískur vilji að Alþingi hafi áhrif á skipulag og mannvirkjagerð á Reykjavíkurflugvelli.” Ráðherrar Framsóknarflokksins eru ekki á meðal flutningsmanna frumvarpsins. Þá telur oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, Halldór Halldórsson, litlar líkur á að meirihluti sé fyrir frumvarpinu á Alþingi. Hann sé þess utan ekki sammála frumvarpinu þó hann telji að hann eigi að vera um kyrrt í borginni. Einar minnir á að á Þórshöfn sé að finna fínan flugvöll, nokkuð nýjan sem sé að flestu leyti betur búinn en Reykjavíkurflugvöll að því hann telji. Auk þess sé örstutt í enn fínni flugvöll á Húsavík sem gæti nýst sem varaflugvöllur. Flugvellirnir séu að vísu „aldrei notaðir.“ „Og það væri landhreinsun fyrir okkur við Faxaflóann að losna við ríkisstjórnina og ráðuneytin og það. Good riddance!“Leiðrétt klukkan 19:57 Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að ráðherra Framsóknar væru ekki stuðningsmenn frumvarpsins. Hið rétta er að þeir eru ekki á meðal flutningsmanna. Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Borgarstjóri segir það ekki góða hugmynd að Alþingi grípi inn í deilur um skipulagsmál með því að taka þau yfir. Það leiði til vitleysu í skipulagsmálum. 7. nóvember 2014 19:44 Vildu virða þverpólitíska sátt um Reykjavíkurflugvöll Fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greiddu á fundi ráðsins í morgun atkvæði gegn tillögu meirihluta þess um að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli víki fyrir íbúðabyggð á hinu fyrirhugaða Hlíðarendasvæði við Vatnsmýri. 5. nóvember 2014 18:20 „Mér þykir stórkostlega vænt um landsbyggðina og allt það fólk sem þar býr“ Ekkert mál er líklegra til að koma landsmönnum úr jafnvægi en flugvallarmálið. Þetta segir rithöfundurinn Einar Kárason sem hefur fengið fjölda hótunarbréfa eftir að hann gagnrýndi málflutning flugvallarsinna á landsbyggðinni. 9. nóvember 2014 21:08 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Einar Kárason, rithöfundur og Reykvíkingur, er allt annað en sáttur við umræðuna um Reykjavíkurflugvöll. Hann hafi búið í nágrenni við flugvöllinn í áratugi og hafi alls ekki vondar tilfinningar í hans garð. „En frekjan í hyskinu af landsbyggðinni sem heimtar að fá að stjórna nærumhverfi okkar sem hér búum er svo yfirgengileg að mér finnst að við ættum segja þeim að gjöra svo vel að gera Þórshöfn á Langanesi að höfuðborg (eða hvaða þorp sem þeir kjósa),“ segir Einar í opinni færslu á Fésbókinni. Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins lögðu á fimmtudag fram frumvarp á Alþingi um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skipulagsvald yfir flugvellinum verði flutt frá borginni og til Alþingis. „Þótt Reykjavíkurflugvöllur sé staðsettur í miðborg Reykjavíkur er hann eftir sem áður flugvöllur þjóðarinnar allrar," segir í greinargerðinni með frumvarpinu.. „Til þess stendur pólitískur vilji að Alþingi hafi áhrif á skipulag og mannvirkjagerð á Reykjavíkurflugvelli.” Ráðherrar Framsóknarflokksins eru ekki á meðal flutningsmanna frumvarpsins. Þá telur oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, Halldór Halldórsson, litlar líkur á að meirihluti sé fyrir frumvarpinu á Alþingi. Hann sé þess utan ekki sammála frumvarpinu þó hann telji að hann eigi að vera um kyrrt í borginni. Einar minnir á að á Þórshöfn sé að finna fínan flugvöll, nokkuð nýjan sem sé að flestu leyti betur búinn en Reykjavíkurflugvöll að því hann telji. Auk þess sé örstutt í enn fínni flugvöll á Húsavík sem gæti nýst sem varaflugvöllur. Flugvellirnir séu að vísu „aldrei notaðir.“ „Og það væri landhreinsun fyrir okkur við Faxaflóann að losna við ríkisstjórnina og ráðuneytin og það. Good riddance!“Leiðrétt klukkan 19:57 Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að ráðherra Framsóknar væru ekki stuðningsmenn frumvarpsins. Hið rétta er að þeir eru ekki á meðal flutningsmanna.
Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Borgarstjóri segir það ekki góða hugmynd að Alþingi grípi inn í deilur um skipulagsmál með því að taka þau yfir. Það leiði til vitleysu í skipulagsmálum. 7. nóvember 2014 19:44 Vildu virða þverpólitíska sátt um Reykjavíkurflugvöll Fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greiddu á fundi ráðsins í morgun atkvæði gegn tillögu meirihluta þess um að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli víki fyrir íbúðabyggð á hinu fyrirhugaða Hlíðarendasvæði við Vatnsmýri. 5. nóvember 2014 18:20 „Mér þykir stórkostlega vænt um landsbyggðina og allt það fólk sem þar býr“ Ekkert mál er líklegra til að koma landsmönnum úr jafnvægi en flugvallarmálið. Þetta segir rithöfundurinn Einar Kárason sem hefur fengið fjölda hótunarbréfa eftir að hann gagnrýndi málflutning flugvallarsinna á landsbyggðinni. 9. nóvember 2014 21:08 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20
Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Borgarstjóri segir það ekki góða hugmynd að Alþingi grípi inn í deilur um skipulagsmál með því að taka þau yfir. Það leiði til vitleysu í skipulagsmálum. 7. nóvember 2014 19:44
Vildu virða þverpólitíska sátt um Reykjavíkurflugvöll Fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greiddu á fundi ráðsins í morgun atkvæði gegn tillögu meirihluta þess um að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli víki fyrir íbúðabyggð á hinu fyrirhugaða Hlíðarendasvæði við Vatnsmýri. 5. nóvember 2014 18:20
„Mér þykir stórkostlega vænt um landsbyggðina og allt það fólk sem þar býr“ Ekkert mál er líklegra til að koma landsmönnum úr jafnvægi en flugvallarmálið. Þetta segir rithöfundurinn Einar Kárason sem hefur fengið fjölda hótunarbréfa eftir að hann gagnrýndi málflutning flugvallarsinna á landsbyggðinni. 9. nóvember 2014 21:08
Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46