KR vill fá Rasmus - Bjarni ræðir við Guðmund eftir helgina Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2014 13:18 Guðmundur Reynir Gunnarsson og Rasmus Christiansen. vísir/daníel/vilhelm Danski miðvörðurinn RasmusChristiansen gæti verið á leiðinni í KR, en samkvæmt heimildum Vísis hefur Vesturbæjarliðið mikinn áhuga á að semja við hann. Rasmus lék þrjú sumur með ÍBV frá 2010-2012 við góðan orðstír og var gerður að fyrirliða liðsins, en hann hefur spilað undanfarin tvö ár með norska B-deildarliðinu Ull/Kisa. „Hann er einn af nokkrum sem við erum að skoða. Þetta mál er bara í athugun. Meira get ég ekki sagt um þetta á þessari stundu,“ segir BjarniGuðjónsson, nýráðinn þjálfari KR, í samtali við Vísi. Rasmus er góðvinur Stefáns Loga Magnússonar, markvarðar KR, en þeir spiluðu saman hjá Ull/Kisa í fyrra.Bjarni Guðjónsson.vísir/valli„Það gekk mjög vel hjá okkur Stefáni Loga að spila saman og við höfum spjallað mikið saman um það. Ég fór í heimsókn til hans og æfði aðeins með KR en það var ekkert meira en það,“ sagði Rasmus við Vísi fyrr í sumar. Daninn varð fyrir því óláni að slíta krossband í sumar og fór í aðgerð í maí. Hann sagði við Vísi í sumar að draumur hans væri að fara í betri deild, en möguleiki væri að koma aftur til Íslands til að koma sér aftur í gang. „Það er alveg möguleiki að fara aftur til Íslands. Það er kannski fín hugmynd til að fá hnéð aftur í gang. Ef maður getur byrjað að æfa í janúar og tímabilið hefst ekki fyrr en í maí hentar það vel til að passa að krossbandið sé í lagi. Mér líst líka vel á að koma aftur til Íslands. Ég þekki mikið af fólki þar og líður vel á Íslandi,“ sagði Rasmus Christiansen við Vísi. Þá ætlar Bjarni Guðjónsson einnig að telja Guðmundi Reyni Gunnarssyni, vinstri bakverði KR, hughvarf um að hætta í fótbolta. Guðmundur gaf það út að ferlinum væri lokið undir lok tímabilsins og fékk hálfgerðan kveðjuleik í lokaumferðinni. „Ég heyri í Mumma eftir helgina. Hann verður með. Það hlýtur bara að vera,“ segir Bjarni Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rasmus: Stefán Logi búinn að tala við mig Kemur til til greina hjá danska miðverðinum að spila aftur á Íslandi. 1. október 2014 14:06 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira
Danski miðvörðurinn RasmusChristiansen gæti verið á leiðinni í KR, en samkvæmt heimildum Vísis hefur Vesturbæjarliðið mikinn áhuga á að semja við hann. Rasmus lék þrjú sumur með ÍBV frá 2010-2012 við góðan orðstír og var gerður að fyrirliða liðsins, en hann hefur spilað undanfarin tvö ár með norska B-deildarliðinu Ull/Kisa. „Hann er einn af nokkrum sem við erum að skoða. Þetta mál er bara í athugun. Meira get ég ekki sagt um þetta á þessari stundu,“ segir BjarniGuðjónsson, nýráðinn þjálfari KR, í samtali við Vísi. Rasmus er góðvinur Stefáns Loga Magnússonar, markvarðar KR, en þeir spiluðu saman hjá Ull/Kisa í fyrra.Bjarni Guðjónsson.vísir/valli„Það gekk mjög vel hjá okkur Stefáni Loga að spila saman og við höfum spjallað mikið saman um það. Ég fór í heimsókn til hans og æfði aðeins með KR en það var ekkert meira en það,“ sagði Rasmus við Vísi fyrr í sumar. Daninn varð fyrir því óláni að slíta krossband í sumar og fór í aðgerð í maí. Hann sagði við Vísi í sumar að draumur hans væri að fara í betri deild, en möguleiki væri að koma aftur til Íslands til að koma sér aftur í gang. „Það er alveg möguleiki að fara aftur til Íslands. Það er kannski fín hugmynd til að fá hnéð aftur í gang. Ef maður getur byrjað að æfa í janúar og tímabilið hefst ekki fyrr en í maí hentar það vel til að passa að krossbandið sé í lagi. Mér líst líka vel á að koma aftur til Íslands. Ég þekki mikið af fólki þar og líður vel á Íslandi,“ sagði Rasmus Christiansen við Vísi. Þá ætlar Bjarni Guðjónsson einnig að telja Guðmundi Reyni Gunnarssyni, vinstri bakverði KR, hughvarf um að hætta í fótbolta. Guðmundur gaf það út að ferlinum væri lokið undir lok tímabilsins og fékk hálfgerðan kveðjuleik í lokaumferðinni. „Ég heyri í Mumma eftir helgina. Hann verður með. Það hlýtur bara að vera,“ segir Bjarni Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rasmus: Stefán Logi búinn að tala við mig Kemur til til greina hjá danska miðverðinum að spila aftur á Íslandi. 1. október 2014 14:06 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira
Rasmus: Stefán Logi búinn að tala við mig Kemur til til greina hjá danska miðverðinum að spila aftur á Íslandi. 1. október 2014 14:06