Framúrstefnulegur Fiat jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2014 14:58 Fiat FCC4 jepplingurinn. Þennan tilraunabíl ætlar Fiat að kynna á bílasýningu í Sao Paulo í Brasilíu á næstunni. Hann lýtur út eins og fjögurra dyra „coupe“ bíll á stultum og með palli. Þetta er þó ekki pallbíll, heldur er hann með svo mikið hallandi afturrúðu að hún vart sést á myndum af honum. Bíllinn er ansi stór, en hann er lengri en BMW X6, en talsvert lægri og mjórri. Útlit hans endurspeglar ef til breyttar áherslur hjá Fiat fyrirtækinu sem nú er orðið „amerískt“, eins og fráfarandi forstjóri Ferrari orðaði það um daginn. Tilraunabíllinn er kallaður FCC4 og stendur það fyrir Fiat Concept Car með 4 hurðum og er hann teiknaður í hönnunardeild Fiat í S-Ameríku, en Fiat framleiðir mikið af sínum bílum í S-Ameríku. Þessum bíl verður þess vegna aðallega beint að þeim markaði ef af framleiðslu hans verður.Sannarlega sérkennilegur bíll útlits. Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þennan tilraunabíl ætlar Fiat að kynna á bílasýningu í Sao Paulo í Brasilíu á næstunni. Hann lýtur út eins og fjögurra dyra „coupe“ bíll á stultum og með palli. Þetta er þó ekki pallbíll, heldur er hann með svo mikið hallandi afturrúðu að hún vart sést á myndum af honum. Bíllinn er ansi stór, en hann er lengri en BMW X6, en talsvert lægri og mjórri. Útlit hans endurspeglar ef til breyttar áherslur hjá Fiat fyrirtækinu sem nú er orðið „amerískt“, eins og fráfarandi forstjóri Ferrari orðaði það um daginn. Tilraunabíllinn er kallaður FCC4 og stendur það fyrir Fiat Concept Car með 4 hurðum og er hann teiknaður í hönnunardeild Fiat í S-Ameríku, en Fiat framleiðir mikið af sínum bílum í S-Ameríku. Þessum bíl verður þess vegna aðallega beint að þeim markaði ef af framleiðslu hans verður.Sannarlega sérkennilegur bíll útlits.
Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira