Alexander Petersson meiddist í fyrri hálfleik í landsleik Íslands og Ísraels og spilaði ekki meira í þeim leik.
Meiðslin voru á auga og þess eðlis að menn óttuðustu um þáttöku hans í leiknum gegn Svartfjallalandi á sunnudag.
„Hann fékk harpix í augað en er búinn að jafna sig. Hann er farinn að sjá eðlilega aftur," segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Vísi.
Þrátt fyrir það er ekki hundrað prósent að hann geti spilað af fullum krafti þó svo hann ferðist með liðinu út í dag.
„Hann er eitthvað slappur og líklega með smá flensu. Við vonumst eftir því að hann hristi það af sér og verði klár í slaginn."
Í lagi með augað á Alexander

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld.

Alexander fékk áverka á auga og sá allt í móðu
Einn mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta var nokkuð slappur í morgun.