Hálkublettir eru nú á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum og eins víða á Suðurlandi og jafnvel krap eða snjóþekja í uppsveitum.
Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að hálkublettir séu á Mýrum og Vatnaleið en hálka á Fróðárheiði, Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. „Eins eru sumstaðar hálkublettir í Dölum. Það éljar á Vestfjörðum og sumstaðar er skafrenningur. Varað er við flughálku á Hálfdáni. Hrafnseyrarheiði er þungfær og þæfingsfærð er á Dynjandisheiði. Annars er snjóþekja, krap eða nokkur hálka allvíða á Vestfjörðum og Ströndum.“
Á Norðurlandi vestra eru á köflum hálka eða hálkublettir. „Hálkublettir eru í Héðinsfirði, í Ólafsfjarðarmúla, á Tjörnesi á Hólasandi og í Mývatnssveit en hálka og éljagangur á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.“
Á Austurlandi snjóar og víða er snjóþekja eða hálka, einkum á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Breiðdalsheiði en Öxi er ófær.
Hálkublettir á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent





Diljá Mist boðar til fundar
Innlent


Engin röð á Læknavaktinni
Innlent

