Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið afar hægt í morgun og mikið um umferðarteppur. Einhverjar tafir urðu á Sæbraut eftir að reykur kom upp í hjólabúnaði strætisvagns við Skútuvog og var slökkvilið kallað á staðinn. Að sögn lögreglunnar gengur umferð nú greiðlega fyrir sig.
Þá kviknaði eldur í bifreið við Höfðabakka um klukkan hálf átta í morgun og var slökkvilið sent á staðinn. Engin slys urðu á fólki.
Miklar tafir voru á umferð í Kópavogi í morgun og eitthvað var um minniháttar árekstra. Að sögn lögreglunnar var fólk víða í vandræðum í brekkum og fáförnum götum en unnið er að mokstri og söltun.
Miklar tafir á umferð á höfuðborgarsvæðinu
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
